Innlent

Ferðakona slasaðist á fæti á Fossaleið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Erlend ferðakona meiddist nokkuð á fæti á Fossaleiðinni fyrir ofan Skóga fyrr í dag. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að björgunarsveitir á Suðurlandi hafi verið kallaðar út til að koma henni niður að Skógum og í sjúkrabíl sem þar beið.

Björgunarsveitarmenn báru konuna um einn og hálfan kílómetra að björgunarbíl sem komst ekki nær konunni. Hún var svo flutt að sjúkrabíl sem flutti hana til byggða.

Svarta þoka var á svæðinu en veður annars ágætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×