Innlent

Staðnir að verki við innbrot í sumarbústað

Þrír voru handtekir í Grímsnesi og Grafningshreppi í gærkvöldi. Þeir höfðu brotist inn í sumarbústað og voru búnir að týna til eitt og annað sem þeir ætluðu að hafa með með sér á brott.

Tilkynning hafði borist um grunsamlegar mannaferðir og brást lögregla á Selfossi skjótt við og hafði hendur í hári mannanna. Ástandið á mönnunum leyfði ekki að talað yrði mikið við þá og verða teknar skýrslur af þeim seinna í dag. Að sögn lögreglu kemur það í holskeflum að þjófar leiti í sumarbústaði.

Hefur verið tiltölulega rólegt í þeim efnum í sumar en búast má við þetta fari að aukast nú þegar sumarfrí eru búin og rólegra verður í sumarhúsahverfunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×