„Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2014 09:25 Reynir Traustason og Sigurður G. Guðjónsson. Vísir/Anton „Það er nú ekki búið að reka mig, formlega séð. Það er búið að víkja mér frá og ég má ekki koma á ristjórnina eða nota tölvupóstinn minn. Ég má ekki hitta fólkið, ekki einu sinni til að kveðja,“ segir Reynir Traustason, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reynir var fenginn í þáttinn vegna greinar Sigurðar G. Guðjónssonar á pressan.is, en þar skrifar Sigurður um ritstjórnarlegt sjálfstæði og skuldir DV. „Það vissi öll þjóðin að DV skuldaði hundrað og eitthvað milljónir í lífeyrissjóði og skatta. Þetta gerðist á vakt Lilju Skaftadóttur stjórnmálamanns og það er væntanlega þetta sem að Sigurður er að tala um.“ Reynir segir að nýir meirihlutaeigendur DV mættu vera stórir í sigrinum. „Ég er löngu hættur að skilja Sigurð G. Guðjónsson. Hann mætti á ritstjórn DV og lét eins og hann væri með höfuðleðrið af mér. Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum. Það er ekkert flóknarar en það,“ segir Reynir. „Hvað gerir hann þá? Þá byrjar hann að sparka í hausinn á mér.“ „Ég ætla bara að segja við Sigurð og fleiri. Menn verða að vera stórir í sigrinum. Nú hafa þeir unnið og þá á ekki að sparka í þá sem að liggja í valnum.“ Reynir segir að Þorsteinn Guðnason, nýr stjórnarformaður útgáfufélags DV, eigi að biðja starfsfólkið afsökunar vegna þess að til stóð að gera úttekt á faglegum þáttum í starfsemi miðilsins. Hætt hefur verið við þá úttekt. „Ég ætlast ekki til neins af Þorsteini gagnvart mér. Hann sýnir þá virðingu sem hann hefur sóma til að sýna, en hann á að sýna þessu fólki virðingu allavega.“ Reynir segist hafa áhyggjur af blaðinu. Það sé áhlaup gegn því og að áskrifendur hafi hætt í hrönnum. „Það var upplýst í síðustu viku að það væru farnir fimm hundruð áskrifendur. Það eru farnir miklu fleiri í dag og það er mikið áhyggjuefni. Þar ættu þessir menn sem eru búnir að ná völdum að staldra við. Áskrifendur eru okkar verðmætasta eign.“ „Ég segi okkar, þar sem ég er hluthafi ennþá.“ Þetta segir Reynir vera mikið áhyggjuefni. „En kannski eiga þeir nóg af peningum og geta hent inn því sem þarf. Kannski ætla þeir sér að eyðileggja þetta.“ Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02 Ósætti á ritstjórn DV: Blaðamenn íhuga stöðu sína Fagleg úttekt á starfi DV, sem nú hefur verið hætt við, lagðist ekki vel í starfsmenn. Stjórnarformaður segir að um misskilning sé að ræða. 9. september 2014 09:00 Hætt við faglega úttekt á DV Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu. 8. september 2014 18:11 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis "Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. 8. september 2014 12:18 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
„Það er nú ekki búið að reka mig, formlega séð. Það er búið að víkja mér frá og ég má ekki koma á ristjórnina eða nota tölvupóstinn minn. Ég má ekki hitta fólkið, ekki einu sinni til að kveðja,“ segir Reynir Traustason, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reynir var fenginn í þáttinn vegna greinar Sigurðar G. Guðjónssonar á pressan.is, en þar skrifar Sigurður um ritstjórnarlegt sjálfstæði og skuldir DV. „Það vissi öll þjóðin að DV skuldaði hundrað og eitthvað milljónir í lífeyrissjóði og skatta. Þetta gerðist á vakt Lilju Skaftadóttur stjórnmálamanns og það er væntanlega þetta sem að Sigurður er að tala um.“ Reynir segir að nýir meirihlutaeigendur DV mættu vera stórir í sigrinum. „Ég er löngu hættur að skilja Sigurð G. Guðjónsson. Hann mætti á ritstjórn DV og lét eins og hann væri með höfuðleðrið af mér. Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum. Það er ekkert flóknarar en það,“ segir Reynir. „Hvað gerir hann þá? Þá byrjar hann að sparka í hausinn á mér.“ „Ég ætla bara að segja við Sigurð og fleiri. Menn verða að vera stórir í sigrinum. Nú hafa þeir unnið og þá á ekki að sparka í þá sem að liggja í valnum.“ Reynir segir að Þorsteinn Guðnason, nýr stjórnarformaður útgáfufélags DV, eigi að biðja starfsfólkið afsökunar vegna þess að til stóð að gera úttekt á faglegum þáttum í starfsemi miðilsins. Hætt hefur verið við þá úttekt. „Ég ætlast ekki til neins af Þorsteini gagnvart mér. Hann sýnir þá virðingu sem hann hefur sóma til að sýna, en hann á að sýna þessu fólki virðingu allavega.“ Reynir segist hafa áhyggjur af blaðinu. Það sé áhlaup gegn því og að áskrifendur hafi hætt í hrönnum. „Það var upplýst í síðustu viku að það væru farnir fimm hundruð áskrifendur. Það eru farnir miklu fleiri í dag og það er mikið áhyggjuefni. Þar ættu þessir menn sem eru búnir að ná völdum að staldra við. Áskrifendur eru okkar verðmætasta eign.“ „Ég segi okkar, þar sem ég er hluthafi ennþá.“ Þetta segir Reynir vera mikið áhyggjuefni. „En kannski eiga þeir nóg af peningum og geta hent inn því sem þarf. Kannski ætla þeir sér að eyðileggja þetta.“
Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02 Ósætti á ritstjórn DV: Blaðamenn íhuga stöðu sína Fagleg úttekt á starfi DV, sem nú hefur verið hætt við, lagðist ekki vel í starfsmenn. Stjórnarformaður segir að um misskilning sé að ræða. 9. september 2014 09:00 Hætt við faglega úttekt á DV Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu. 8. september 2014 18:11 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis "Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. 8. september 2014 12:18 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30
Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02
Ósætti á ritstjórn DV: Blaðamenn íhuga stöðu sína Fagleg úttekt á starfi DV, sem nú hefur verið hætt við, lagðist ekki vel í starfsmenn. Stjórnarformaður segir að um misskilning sé að ræða. 9. september 2014 09:00
Hætt við faglega úttekt á DV Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu. 8. september 2014 18:11
Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45
Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis "Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. 8. september 2014 12:18