Fótbolti

Zlatan: Ef þetta var rautt á ég skilið 40 leikja bann

Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic gerði lítið úr meintu olnbogaskoti sínu á David Alaba í leik Svíþjóðar og Austurríkis eftir leikinn í gær.

Leikmenn austurríska liðsins voru afar óánægðir með dómara leiksins að sleppa Zlatan fyrir er virtist vera í þeirra augum augljóst olnbogaskot.

Zlatan var ekki á sömu nótunum, hann viðurkenndi að hafa rekist í hann en að það hefði verið vegna hæðamismunar en Zlatan er tæpir tveir metrar á hæð.

„Ég reyndi að skýla boltanum og hann sem er held ég 1,50 eða 1,60 metrar á hæð fer í olnbogann minn. Dómarinn mat þetta rétt að mínu mati, ef hann ætlaði að reka mig útaf fyrir þetta hefði ég átt skilið 40 leikja bann,“ sagði Zlatan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×