Fótbolti

Geir: Þetta er taugastrekkjandi dagur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/Vísir
Dagurinn í dag er afar sérstakur fyrir Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, en hann er fimmtugur í dag og fær að fylgjast með framgöngu tveggja landsliða á afmælisdeginum.

Eftir frækið 1-1 jafntefli U21 árs landsliðsins gegn Frakklandi í gær tryggðu strákarnir sér að öllum líkindum sæti í umspili upp á sæti á EM næsta sumar. Strákarnir þurfa að treysta á önnur úrslit í dag en staðan er hinsvegar afar góð.

Í kvöld hefur íslenska A landsliðið síðan leik í undankeppni Evrópumótsins 2016 þegar þeir taka á móti Tyrklandi á Laugardalsvelli. Geir viðurkenndi að hann hefði ekki mikinn tíma fyrir afmælishöld í dag.

„Þetta á eftir að taka svolítið á í dag að bíða eftir leiknum í kvöld og að sjá hvort strákarnir komist í umspilið. Ég sofnaði vært eftir jafnteflið í gær en mig dreymdi engin úrslit í kvöld. Ætli ég spái ekki 2-1 fyrir okkur,“ sagði Geir léttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×