Hlaupaóða Ísland: Þátttaka í Reykjavíkurmaraþoninu líklega heimsmet Ingvar Haraldsson skrifar 22. ágúst 2014 17:32 Frá Laugardalshöllinni í dag. Vísir/Andri Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka höfðu 14125 skráð sig til leiks í síðdegis í dag. Hægt var að skrá sig til klukkan sjö í kvöld. Einnig verður hægt að skrá sig í þriggja kílómetra hlaupið og Latabæjarhlaupið á morgun og stefnir því í met skráningu. Torfi H. Leifsson, umsjónarmaður Hlaup.is segir vel hægt að fullyrða að um einhverskonar heimsmet sé að ræða miðað en um fjögur prósent af íslensku þjóðinni eru skráð til leiks. „Í stærstu hlaupunum út í heimi eru milli þrjátíu og sjötíu þúsund manns sem keppa,“ segir Torfi en bendir á að það séu mun fjölmennari lönd. Því er þátttaka í Reykjavíkurmaraþonið eftir því sem næst verður komist heimsmet miðað við höfðatölu. Torfi segir ástæðuna fyrir þessum mikla fjölda vera vitundarvakningu: „Það er búið að vera líkamsræktarbylgja undanfarin tvö, þrjú, fjögur ár . Þetta hefur verið stigvaxandi. Fólk er að hugsa meira um heilsuna og það hefur séð að hlaup eru einföld og góð leið til að tryggja þá hreyfingu sem þarf. Þetta er einfalt og þægilegt sport.“ Keppendur þurfa að sjóða pastað sjálfir Mikill mannfjöldi kom saman í Laugardalshöll í dag en hægt var að sækja keppnisgögn til klukkan sjö. Í gær komu um fjögur þúsund manns að sækja keppnisgögn og því var von á um tíu þúsund manns í dag. Þung umferð var svæðinu og erfitt var að komast að höllinni. Þegar inn í höllina var komið blöstu langar raðir af hlaupurum að bíða eftir keppnisgögnum. Snorri Már Snorrason flutti einnig fyrirlestur þar sem hann hvatti fólk til að hreyfa sig en Snorri hefur barist við Parkinson undanfarinn áratug. Undanfarin ár hafa skipuleggjendur blásið til pastaveislu í Laugardalshöllinni. Það var hinsvegar ekki gert í ár. Þess í stað fengu keppendur boðið upp á ósoðið spagettí, hrökkbrauð og mjólkurdrykki. Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurmaraþonsins, segir að ekki hafi um sparnaðaraðgerð að ræða. „Það var of mikið flækjustig að gera það fyrir þennan fjölda á þessum stað. Skipulagslega séð gekk þetta ekki upp,“ segir Anna Lilja. Hér að neðan má sjá myndir úr Laugardalshöllinni í dag.Vísir/AndriVísir/AndriVísir/Andri Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka höfðu 14125 skráð sig til leiks í síðdegis í dag. Hægt var að skrá sig til klukkan sjö í kvöld. Einnig verður hægt að skrá sig í þriggja kílómetra hlaupið og Latabæjarhlaupið á morgun og stefnir því í met skráningu. Torfi H. Leifsson, umsjónarmaður Hlaup.is segir vel hægt að fullyrða að um einhverskonar heimsmet sé að ræða miðað en um fjögur prósent af íslensku þjóðinni eru skráð til leiks. „Í stærstu hlaupunum út í heimi eru milli þrjátíu og sjötíu þúsund manns sem keppa,“ segir Torfi en bendir á að það séu mun fjölmennari lönd. Því er þátttaka í Reykjavíkurmaraþonið eftir því sem næst verður komist heimsmet miðað við höfðatölu. Torfi segir ástæðuna fyrir þessum mikla fjölda vera vitundarvakningu: „Það er búið að vera líkamsræktarbylgja undanfarin tvö, þrjú, fjögur ár . Þetta hefur verið stigvaxandi. Fólk er að hugsa meira um heilsuna og það hefur séð að hlaup eru einföld og góð leið til að tryggja þá hreyfingu sem þarf. Þetta er einfalt og þægilegt sport.“ Keppendur þurfa að sjóða pastað sjálfir Mikill mannfjöldi kom saman í Laugardalshöll í dag en hægt var að sækja keppnisgögn til klukkan sjö. Í gær komu um fjögur þúsund manns að sækja keppnisgögn og því var von á um tíu þúsund manns í dag. Þung umferð var svæðinu og erfitt var að komast að höllinni. Þegar inn í höllina var komið blöstu langar raðir af hlaupurum að bíða eftir keppnisgögnum. Snorri Már Snorrason flutti einnig fyrirlestur þar sem hann hvatti fólk til að hreyfa sig en Snorri hefur barist við Parkinson undanfarinn áratug. Undanfarin ár hafa skipuleggjendur blásið til pastaveislu í Laugardalshöllinni. Það var hinsvegar ekki gert í ár. Þess í stað fengu keppendur boðið upp á ósoðið spagettí, hrökkbrauð og mjólkurdrykki. Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurmaraþonsins, segir að ekki hafi um sparnaðaraðgerð að ræða. „Það var of mikið flækjustig að gera það fyrir þennan fjölda á þessum stað. Skipulagslega séð gekk þetta ekki upp,“ segir Anna Lilja. Hér að neðan má sjá myndir úr Laugardalshöllinni í dag.Vísir/AndriVísir/AndriVísir/Andri
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira