Telur hálendislokanir ótímabærar Hrund Þórsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 20:00 Lokanir á hálendinu bitna illa á fyrirtækjum sem gera út á ferðir þangað og ferðaþjónustuaðili í Reykjahverfi er ósáttur við lokanirnar. Þá gagnrýnir hann skort á upplýsingagjöf og samráði við hagsmunaaðila. Eftir að hálendinu norðan Vatnajökuls var lokað var opnuð fjöldahjálparmiðstöð í grunnskólanum við Mývatn og ef til flóðs kemur eru menn tilbúnir með slíkar miðstöðvar á Kópaskeri og Húsavík. En það eru ekki allir sáttir við lokanirnar. „Ég taldi þær alls ekki tímabærar og set líka spurningamerki við hvaða vegum var lokað og hverjum ekki. Mér fannst þetta mjög ótímabært miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir,“ segir Rúnar Óskarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Fjallasýnar. Rúnar, sem þjónustað hefur ferðamenn í áratugi og meðal annars boðið upp á dagsferðir í Öskju, segir fréttaflutning af Bárðarbungu í miklum æsifréttastíl, einkum erlendis. „Á Íslandi og í íslenskri náttúru þýðir ekki að vera áhyggjufullur. Við verðum að takast á við það sem kemur, þegar það kemur og við höfum gott teymi vísindamanna til að vara okkur við í tíma.“ Rúnar segir veltutap verulegt auk þess sem ástandið auki mjög vinnuálag þar sem útskýra þurfi aðstæður fyrir ferðamönnum. Hann gagnrýnir að upplýsingagjöf hafi aðeins farið fram í gegnum fjölmiðla og að samráð skorti. „Það hefur enginn sem hefur með þessi mál að gera, lokanir og annað, verið í sambandi við okkur til að leita álits eða til að ræða málin.“ Hann segir mikilvægt að reyna að bjóða upp á eitthvað í staðinn fyrir ferðir sem nú séu útilokaðar vegna lokana. „Það er auðvitað stóra viðfangsefnið, að fólk haldi áfram að koma, bæði inn á okkar svæði og hætti ekki við að koma til landsins.“ Hann segir afar misjafnt hvernig ástandið leggist í ferðamenn. „Það fer mikið til eftir því hvort þeir ræða við Íslendinga sem eru tiltölulega rólegir yfir þessu eða hvort þeir eru eltir uppi erlendis frá af sínum fjölskyldum og þeir nánast kallaðir heim, vegna þess að hér sé allt að fara á versta veg.“ Tengdar fréttir Grannt fylgst með ferðum fólks við Jökulsárgljúfur Grannt er fylgst með ferðum fólks í nágrenni Jökulsárgljúfurs vegna hugsanlegra flóða en viðbragðsaðilar telja sig geta tryggt öryggi fólks á svæðinu. 21. ágúst 2014 21:15 Aðgerðir koma illa við ferðaþjónustuna Hræringarnar undir Bárðarbungu þegar haft mikil áhrif á samfélagið, meðal annars á ferðaþjónustu. Rauði krossinn er búinn undir hamfarir eins og aðrir viðbragðsaðilar. 20. ágúst 2014 18:30 Almannavarnir funduðu á Húsavík í dag Mörg hundruð manns vinna að undirbúningi fyrir hugsanlegar náttúruhamfarir ef Bárðarbunga gýs og ríkislögreglustjóri fundaði með viðbragðsaðilum á Húsavík í dag. 21. ágúst 2014 21:38 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Lokanir á hálendinu bitna illa á fyrirtækjum sem gera út á ferðir þangað og ferðaþjónustuaðili í Reykjahverfi er ósáttur við lokanirnar. Þá gagnrýnir hann skort á upplýsingagjöf og samráði við hagsmunaaðila. Eftir að hálendinu norðan Vatnajökuls var lokað var opnuð fjöldahjálparmiðstöð í grunnskólanum við Mývatn og ef til flóðs kemur eru menn tilbúnir með slíkar miðstöðvar á Kópaskeri og Húsavík. En það eru ekki allir sáttir við lokanirnar. „Ég taldi þær alls ekki tímabærar og set líka spurningamerki við hvaða vegum var lokað og hverjum ekki. Mér fannst þetta mjög ótímabært miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir,“ segir Rúnar Óskarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Fjallasýnar. Rúnar, sem þjónustað hefur ferðamenn í áratugi og meðal annars boðið upp á dagsferðir í Öskju, segir fréttaflutning af Bárðarbungu í miklum æsifréttastíl, einkum erlendis. „Á Íslandi og í íslenskri náttúru þýðir ekki að vera áhyggjufullur. Við verðum að takast á við það sem kemur, þegar það kemur og við höfum gott teymi vísindamanna til að vara okkur við í tíma.“ Rúnar segir veltutap verulegt auk þess sem ástandið auki mjög vinnuálag þar sem útskýra þurfi aðstæður fyrir ferðamönnum. Hann gagnrýnir að upplýsingagjöf hafi aðeins farið fram í gegnum fjölmiðla og að samráð skorti. „Það hefur enginn sem hefur með þessi mál að gera, lokanir og annað, verið í sambandi við okkur til að leita álits eða til að ræða málin.“ Hann segir mikilvægt að reyna að bjóða upp á eitthvað í staðinn fyrir ferðir sem nú séu útilokaðar vegna lokana. „Það er auðvitað stóra viðfangsefnið, að fólk haldi áfram að koma, bæði inn á okkar svæði og hætti ekki við að koma til landsins.“ Hann segir afar misjafnt hvernig ástandið leggist í ferðamenn. „Það fer mikið til eftir því hvort þeir ræða við Íslendinga sem eru tiltölulega rólegir yfir þessu eða hvort þeir eru eltir uppi erlendis frá af sínum fjölskyldum og þeir nánast kallaðir heim, vegna þess að hér sé allt að fara á versta veg.“
Tengdar fréttir Grannt fylgst með ferðum fólks við Jökulsárgljúfur Grannt er fylgst með ferðum fólks í nágrenni Jökulsárgljúfurs vegna hugsanlegra flóða en viðbragðsaðilar telja sig geta tryggt öryggi fólks á svæðinu. 21. ágúst 2014 21:15 Aðgerðir koma illa við ferðaþjónustuna Hræringarnar undir Bárðarbungu þegar haft mikil áhrif á samfélagið, meðal annars á ferðaþjónustu. Rauði krossinn er búinn undir hamfarir eins og aðrir viðbragðsaðilar. 20. ágúst 2014 18:30 Almannavarnir funduðu á Húsavík í dag Mörg hundruð manns vinna að undirbúningi fyrir hugsanlegar náttúruhamfarir ef Bárðarbunga gýs og ríkislögreglustjóri fundaði með viðbragðsaðilum á Húsavík í dag. 21. ágúst 2014 21:38 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Grannt fylgst með ferðum fólks við Jökulsárgljúfur Grannt er fylgst með ferðum fólks í nágrenni Jökulsárgljúfurs vegna hugsanlegra flóða en viðbragðsaðilar telja sig geta tryggt öryggi fólks á svæðinu. 21. ágúst 2014 21:15
Aðgerðir koma illa við ferðaþjónustuna Hræringarnar undir Bárðarbungu þegar haft mikil áhrif á samfélagið, meðal annars á ferðaþjónustu. Rauði krossinn er búinn undir hamfarir eins og aðrir viðbragðsaðilar. 20. ágúst 2014 18:30
Almannavarnir funduðu á Húsavík í dag Mörg hundruð manns vinna að undirbúningi fyrir hugsanlegar náttúruhamfarir ef Bárðarbunga gýs og ríkislögreglustjóri fundaði með viðbragðsaðilum á Húsavík í dag. 21. ágúst 2014 21:38