Innlent

Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan fimm

Aukafréttatími var á Stöð tvö klukan fimm í dag (17:00) vegna eldgossins í Dyngjujökli, nálægt Bárðarbungu.

Hægt er að horfa á fréttatímann í spilaranum hér fyrir ofan.

Kvöldfréttir verða á sínum stað klukkan hálf sjö (18:30) eins og áður.

Einnig eru sagðar fréttir á heila og hálfa tímanum á Bylgjunni í dag.

Talið er að lítið hraungos sé hafið í sporði Dyngjujökuls og búið er að færa hættustig upp á neyðarstig. Þar að auki hefur Veðurstofa Íslands fært litakóða vegna flugs upp á rautt. Það þýðir að flug er nú bannað á svæðinu.

Enn sem komið er telja menn að um lítið gos að ræða og óvíst er hvort það muni vera undir jöklinum eða koma upp úr honum.

Ekki er gosmökk að sjá yfir jöklinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.