Innlent

550 manns sem lögðu ólöglega hafa fengið sekt

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Lögreglan hefur verið dugleg að sekta í dag.
Lögreglan hefur verið dugleg að sekta í dag.
Lögreglan hefur gefið 550 sektir í dag vegna bíla sem var ólöglega lagt. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir:

„Því miður virðast of margir leggja ólöglega og telja að grasbalar og umferðareyjur séu stæði. Þannig er ekki og því hafa verið gefnar út amk. 550 sektir til þeirra sem leggja ólöglega. Okkar fólk og stöðuverðir eiga enn nóg til að sektamiðum til að setja á þá sem leggja ólöglega.#leggjumlöglegaforðumstsektir

Hæsta sekt fyrir leggja ólöglega er tíu þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×