Innlent

Ráðist á mann í Breiðholti

Gissur Sigurðsson skrifar
Þrír menn réðust á karlmann þar sem hann stóð fyrir utan bíl sinn í Breiðholti laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Þeir spörkuðu fyrst í kvið hans og slógu hann svo í höfuðið svo hann rotaðist.

Þegar hann raknaði úr rotinu voru þeir horfnir en í ljós kom að þeir höfðu rænt af honum peningum og snjallsíma. Mannanna er leitað.

Svo var lögreglu tilkynnt um tvo menn í mjög annarlegu ástandi í Hafnarfirði um ellefu leytið í gærkvöldi og voru þeir að ógna fólki með hnífum.

Þeir sköðuðu þó engan og handtók lögregla þá skömmu síðar og vistaði í fangageymslum sem voru fullar í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×