Innlent

Innbrot í veitingastað á Selfossi

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Selfossi.
Frá Selfossi. Vísir/Selfoss
Í nótt var brotist inn í veitingastaðinn Seylon við Eyraveg á Selfossi. Í eftirlitsmyndavél sást hettuklæddur maður koma að framhlið hússins, brjóta rúðu, ganga rakleitt að ölkæli og bera út nokkrar kippur af bjór.  

Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar á Selfossi. Óljóst er klukkan hvað innbrotið átti sér stað og þar sem maðurinn huldi andlit sitt var ekki hægt að bera kennsl á hann.

Lögregla lýsir eftir upplýsingum um innbrotið í síma 480-1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×