Makríltorfu skolar á land við Jökulsárlón Bjarki Ármannsson skrifar 25. ágúst 2014 12:32 Heldur óvenjuleg sjón við Jökulsárlón í dag. Mynd/Ívar Finnbogason Þessari óvenjulegu mynd náði Ívar Finnbogason leiðsögumaður við Jökulsárlón í dag. Á myndinni sést að heilli makríltorfu virðist hafa skolað upp á land við lónið, en þangað leitar makríll nánast aldrei. Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, er mjög fróður um málefni makríls. Hann segist ekki þekkja til þess að fiskurinn hafi áður gengið í lónið. „Við höfum haft fregnir af því að hann hafi gengið svona inn í árósa og aðeins inn í ár,“ segir Sveinn. „En þangað hefur hann náttúrulega ekkert að sækja og mér þykir langlíklegast að selur eða háhyrningar eða slík dýr hafi hrakið torfu þangað inn.“ Þótt málið sé óvenjulegt stendur ekkert til að rannsaka málið frekar, enda muni þetta ekki koma til með að hafa nein áhrif á umhverfið eða stofninn. En hvað er það sem verður makrílnum að bana í lóninu? „Þetta er örugglega að mestu leyti seltubreytingarnar, þó að vissulega sé þetta svo kalt vatn að makríllinn sækir ekki í það,“ segir Sveinn. „Við sjáum hann ekki í neinu magni hér við Ísland í kaldara vatni en svona í kringum 6,5 gráður. Og ég er alveg viss um að vatnið inn við Jökulsárlón sé nálægt núllinu. En ferskleiki vatnsins myndi drepa hann líka, þetta er kannski bara hvortveggja sem veldur.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Þessari óvenjulegu mynd náði Ívar Finnbogason leiðsögumaður við Jökulsárlón í dag. Á myndinni sést að heilli makríltorfu virðist hafa skolað upp á land við lónið, en þangað leitar makríll nánast aldrei. Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, er mjög fróður um málefni makríls. Hann segist ekki þekkja til þess að fiskurinn hafi áður gengið í lónið. „Við höfum haft fregnir af því að hann hafi gengið svona inn í árósa og aðeins inn í ár,“ segir Sveinn. „En þangað hefur hann náttúrulega ekkert að sækja og mér þykir langlíklegast að selur eða háhyrningar eða slík dýr hafi hrakið torfu þangað inn.“ Þótt málið sé óvenjulegt stendur ekkert til að rannsaka málið frekar, enda muni þetta ekki koma til með að hafa nein áhrif á umhverfið eða stofninn. En hvað er það sem verður makrílnum að bana í lóninu? „Þetta er örugglega að mestu leyti seltubreytingarnar, þó að vissulega sé þetta svo kalt vatn að makríllinn sækir ekki í það,“ segir Sveinn. „Við sjáum hann ekki í neinu magni hér við Ísland í kaldara vatni en svona í kringum 6,5 gráður. Og ég er alveg viss um að vatnið inn við Jökulsárlón sé nálægt núllinu. En ferskleiki vatnsins myndi drepa hann líka, þetta er kannski bara hvortveggja sem veldur.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira