Innlent

Starfsstöð þýðingarmiðstöðvar opnuð á Seyðisfirði

Bjarki Ármannsson skrifar
Gunnar Bragi ásamt starfsfólki stöðvarinnar á Seyðisfirði.
Gunnar Bragi ásamt starfsfólki stöðvarinnar á Seyðisfirði. Mynd/Utanríkisráðuneytið
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra opnaði í dag starfsstöð þýðingarmiðstöðvar á Seyðisfirði. Þrír starfsmenn munu starfa á Seyðisfirði en nú þegar eru starfsstöðvar á Ísafirði og Akureyri og í Reykjavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins var stofnuð árið 1990 vegna viðræðna um EES samninginn en meginhlutverk hennar er að þýða gerðir sem heyra undir EES. Þá hafa starfsmenn hennar einnig sérhæft sig í að þýða alþjóðlega samninga, lagatexta, og aðra texta þar sem krafist er staðlaðs hugtakaforða.

Einnig sinnir þýðingarmiðstöðin tilfallandi verkefnum og hafa þannig þrír starfsmenn lagt Almannavörum lið undanfarna daga við þýðingar á fréttatilkynningum og skýrslum vegna Bárðabungu.

Í heild starfa 37 starfsmenn við þýðingar í utanríkisráðuneytinu, þar af sex á Akureyri, tveir á Ísafirði og núna þrír á Seyðisfirði. Þýðingarmiðstöðin heldur úti hugtakasafni á netinu þar sem fletta má upp íslenskum sérfræðihugtökum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×