Enski boltinn

Gylfi Þór fær samherja úr sænsku B-deildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Moudo Barrow á æfingu með Östersunds.
Moudo Barrow á æfingu með Östersunds. mynd/twitter
Swansea er a ganga frá kaupum á framherjanum MoudoBarrow frá sænska fyrstudeildar félaginu, að því fram kemur á vef Sky Sports, en samningar eru í höfn á milli liðanna.

Barrow hefur verið undir smásjá fleiri breskra liða undanfarna mánuði, en þar á meðal eru Celtic, Hull, Everton og Bolton sem bauð Östersunds 600 þúsund pund fyrir leikmanninn fyrr í sumar. Talið er að Swansea borgi 1,2 milljónir punda.

Barrow er 22 ára gamall og hefur skorað níu mörk í 18 leikjum fyrir Östersunds í sænsku 1. deildinni á tímabilinu. Liðið er í baráttu um að komast upp í efstu deild.

Hann skoraði tvö mörk í 28 leikjum fyrir Varberg í sömu deild á síðustu leiktíð, en tímabilið 2012 spilaði hann sjö leiki án þess að skora með Norrköping í úrvalsdeildinni í Svíþjóð.

„Þetta er mikið afrek fyrir Moudo og auðvitað allt félagið að leikmaður okkar sé á leið í bestu deild í heimi. Þetta er alveg magnað,“ segir DanielKindberg, stjórnarformaður Östersunds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×