Færri skjálftar og enginn gosórói 28. ágúst 2014 07:09 Vísir/GVA Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. Af umfangi sigdældanna megi ráða að um 30 milljónir rúmmetrar af ís hafi bráðnað undir jöklinum og séu ekki komnir fram, en jökullinn er 400 til 500 metra þykkur á þessum slóðum. Dældirnar eru á vatnaskilum Grímsvatna og Jökulsár á Fjöllum. Vatnsmagn í Grímsvötnum hefur aukist lítillega en ekki í Jökulsá á Fjöllum þannig að vatnið er enn undir jöklinum. Ekki var áður vitað um þesar dældir og skjálftavirkni hefur ekki verið mikil þar sem þær eru. Vísindamenn mátu niðurstöðurnar fram eftir kvöldi, en ekki liggur fyrir hvort þarna hefur orðið gos undir jöklinum, eða hvort jarðhiti hefur valdið bráðnuninni, eða hvort gos er þarna ef til vill enn í gangi, en vísindamenn ætla að fljúga aftur yfir svæðið nú í morgunsárið og kanna þetta nánar. Samhæfingastöð Almannavarna í Skógarhlíð var mönnuð í ljosi þessara nýju upplýsinga. Annars var skjálftavirknin norðan Vatnajökuls á svipuðum slóðum og áður, en heldur minni í nótt en í fyrrinótt. Tveir skjálftar upp á fjögur stig urðu í Bárðarbungu klukkan hálf tvö og hálf fjögur í nótt og fáeinir smáskjáftar urðu í í grennd við Öskju. Hitaleiðni hefur orðið vart í Öskjuvatni. Bárðarbunga Tengdar fréttir „Erfitt að útskýra með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir“ Víðir Reynisson, deildarstjóri á almannavarnadeild lögreglu, segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. 27. ágúst 2014 22:34 „Bendir ekkert til þess að stórt gos sé í gangi“ Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag. 28. ágúst 2014 00:22 Ekki hægt að útiloka að gos sé hafið "Vísindamenn, í flugi í kvöld, sáu að þeir telja nýjar sprungur eða sigkatlar sem hafa myndast í jöklinum,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í samtali við Vísi í kvöld. 27. ágúst 2014 23:19 Sigkatlarnir 10-15 metra djúpir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir að sigkatlarnir suðsuðaustur af Bárðarbungu séu fjórir talsins á 4-6 kílómetra langri sprungu. 27. ágúst 2014 23:12 Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Sjá meira
Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. Af umfangi sigdældanna megi ráða að um 30 milljónir rúmmetrar af ís hafi bráðnað undir jöklinum og séu ekki komnir fram, en jökullinn er 400 til 500 metra þykkur á þessum slóðum. Dældirnar eru á vatnaskilum Grímsvatna og Jökulsár á Fjöllum. Vatnsmagn í Grímsvötnum hefur aukist lítillega en ekki í Jökulsá á Fjöllum þannig að vatnið er enn undir jöklinum. Ekki var áður vitað um þesar dældir og skjálftavirkni hefur ekki verið mikil þar sem þær eru. Vísindamenn mátu niðurstöðurnar fram eftir kvöldi, en ekki liggur fyrir hvort þarna hefur orðið gos undir jöklinum, eða hvort jarðhiti hefur valdið bráðnuninni, eða hvort gos er þarna ef til vill enn í gangi, en vísindamenn ætla að fljúga aftur yfir svæðið nú í morgunsárið og kanna þetta nánar. Samhæfingastöð Almannavarna í Skógarhlíð var mönnuð í ljosi þessara nýju upplýsinga. Annars var skjálftavirknin norðan Vatnajökuls á svipuðum slóðum og áður, en heldur minni í nótt en í fyrrinótt. Tveir skjálftar upp á fjögur stig urðu í Bárðarbungu klukkan hálf tvö og hálf fjögur í nótt og fáeinir smáskjáftar urðu í í grennd við Öskju. Hitaleiðni hefur orðið vart í Öskjuvatni.
Bárðarbunga Tengdar fréttir „Erfitt að útskýra með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir“ Víðir Reynisson, deildarstjóri á almannavarnadeild lögreglu, segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. 27. ágúst 2014 22:34 „Bendir ekkert til þess að stórt gos sé í gangi“ Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag. 28. ágúst 2014 00:22 Ekki hægt að útiloka að gos sé hafið "Vísindamenn, í flugi í kvöld, sáu að þeir telja nýjar sprungur eða sigkatlar sem hafa myndast í jöklinum,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í samtali við Vísi í kvöld. 27. ágúst 2014 23:19 Sigkatlarnir 10-15 metra djúpir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir að sigkatlarnir suðsuðaustur af Bárðarbungu séu fjórir talsins á 4-6 kílómetra langri sprungu. 27. ágúst 2014 23:12 Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Sjá meira
„Erfitt að útskýra með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir“ Víðir Reynisson, deildarstjóri á almannavarnadeild lögreglu, segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. 27. ágúst 2014 22:34
„Bendir ekkert til þess að stórt gos sé í gangi“ Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag. 28. ágúst 2014 00:22
Ekki hægt að útiloka að gos sé hafið "Vísindamenn, í flugi í kvöld, sáu að þeir telja nýjar sprungur eða sigkatlar sem hafa myndast í jöklinum,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í samtali við Vísi í kvöld. 27. ágúst 2014 23:19
Sigkatlarnir 10-15 metra djúpir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir að sigkatlarnir suðsuðaustur af Bárðarbungu séu fjórir talsins á 4-6 kílómetra langri sprungu. 27. ágúst 2014 23:12
Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56