Innlent

Sigkatlarnir 10-15 metra djúpir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigkatlarnir sem Tobias Dürig myndaði í dag.
Sigkatlarnir sem Tobias Dürig myndaði í dag. Mynd/TOBIAS DÜRIG
Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir að sigkatlarnir suðsuðaustur af Bárðarbungu séu fjórir talsins á 4-6 kílómetra langri sprungu. Hins hafi ekki enn sést neinn gosórói á þessum slóðum líkt og vænta má í tilfelli goss.

Sigurlaug sagði í útvarpsfréttatíma RÚV að sigkatlarnir hefðu ekki sigið sérstaklega mikið. Þeir væru 10-15 metra djúpir en jökullinn á þessu svæði væri 400-600 metra þykkur. Orsök bráðununarinnar væri líklegast annaðhvort eldgos eða jarðhitavirkni. Það ætti eftir að koma í ljós.

Enn hefur ekki orðið vart við vatn undan jöklinum en Sigurlaug segir að það gæti engu að síður hafa runnið í Grímsvötn. Enn væri verið að bíða eftir gögnum til að staðfesta hvort hæð íshellunnar hefði breyst, það er hvort yfirborð Grímsvatna hefði hækkað.

Vísindamenn Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hófu fund um klukkan tíu. Sá fundur stendur enn yfir. Til stendur að senda sérfræðinga með flugi í fyrramálið um leið og birtir.


Tengdar fréttir

Ekki hægt að útiloka að gos sé hafið

"Vísindamenn, í flugi í kvöld, sáu að þeir telja nýjar sprungur eða sigkatlar sem hafa myndast í jöklinum,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í samtali við Vísi í kvöld.

Nýir sigkatlar gætu bent til goss

Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×