Enski boltinn

Rooney fær fyrirliðabandið hjá Manchester United

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Wayne Rooney brenndi af vítaspyrnu í leiknum.
Wayne Rooney brenndi af vítaspyrnu í leiknum. Vísir/Getty
Louis Van Gaal staðfesti í kvöld að Wayne Rooney muni bera fyrirliðaband Manchester United í vetur. Skoski miðjumaðurinn Darren Fletcher verður varafyrirliði liðsins.

Fyrirliði liðsins undanfarin tímabil, Nemanja Vidic fór frá félaginu í vor til Inter og þurfti Van Gaal því að finna nýjan fyrirliða. Töldu margir að hann myndi treysta Robin Van Persie fyrir fyrirliðabandinu eftir að hafa unnið með honum í hollenska landsliðinu.

Van Gaal valdi hinsvegar á endanum Rooney sem bar fyrirliðabandið í æfingarleik liðsins í kvöld gegn Valencia. Rooney var gríðarlega þakklátur Van Gaal í viðtölum eftir leik.

 

„Þetta er mikill heiður og ég mun gefa allt sem ég á fyrir félagið. Ég er gríðarlega þakklátur stjóranum fyrir að sýna mér þetta traust,“ sagði Rooney en talið er að hann fái einnig fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu eftir að fyrrum fyrirliði liðsins, Steven Gerrard lagði landsliðsskónna á hilluna fyrr í sumar.



Stöð 2 Sport 2 sýnir 380 beinar útsendingar frá Enska boltanum á komandi tímabili. Net og heimasími fylgir með Enska pakkanum. Fáðu þér áskrift á 365.is



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×