Fótbolti

Íslendingaliðið Viking fékk skell í norska bikarnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/Heimasíða Viking
Óhætt er að segja að Íslendingaliðið Viking hafi fengið skell í 8-liða úrslitum norska bikarsins þegar liðið tapaði 1-5 fyrir Molde.

Allir fimm íslensku leikmenn liðsins voru í byrjunarliði Viking í leiknum en Björn Bergmann Sigurðsson kom ekki við sögu í liði Molde.

Yann-Erik Randa De Lanlay jafnaði metin fyrir Viking um miðbik fyrri hálfleiks en leikmenn Molde bættu við fjórum mörkum á hálftíma og gerðu út um leikinn stuttu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×