„Afsagnarsök fyrir ráðherra í öllum lýðræðisríkjum“

Hann segir það vera misbeiting opinbers valds af verstu sort sem brjóti skýrt gegn hæfisreglum stjórnsýslulaga, að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi rætt um lögreglurannsókn á lekamálinu við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu.
„Í beiðninni um að víkja sem ráðherra dómsmála felst síðbúin viðurkenning Hönnu Birnu á því að henni var ávallt ófært að sitja sem yfirmaður lögreglumála á sama tíma og beinn undirmaður hennar var að rannsaka hana og hennar persónulegu aðstoðarmenn. Hún neitaði að víkja sæti á meðan á lögreglurannsókn stóð og gekk svo langt að ræða rannsóknina á henni og pólitískum aðstoðarmönnum hennar við lögreglustjórann,“ segir Árni í færslu á Facebook-síðu sinni.
„Það er misbeiting opinbers valds af verstu sort og brýtur skýrt gegn hæfisreglum stjórnsýslulaga.“
Hann segir að ákæra, sem verður birt aðstoðarmanni hennar, Gísla Frey Valdórssyni, fyrir að leka gögnum um hælisleitanda vera afsagnarsök fyrir ráðherra í öllum lýðræðisríkjum.
„Þetta er ekki einhver embættismaður sem nýtur sérstaka réttinda og skyldna samkvæmt lögum, heldur persónulega handvalinn aðstoðarmaður ráðherra, sem nýtur einungis aðgangs að opinberum gögnum fyrir tilverknað ráðherrans. Það er, held ég megi fullyrða, afsagnarsök fyrir ráðherra í öllum lýðræðisríkjum.“
Tengdar fréttir

Píratar vilja fund um lekamálið
Þingmaður Pírata hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiti svara við því hvort ráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar.

Þarf ekki að gefa upp heimildarmann sinn í lekamálinu
Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm sinn varðandi lekamálið.

Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán
Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða.

„Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“
Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2.

Fagnar því að hreyfing komist á málið
Lögfræðingur hælisleitandans sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra á að hafa brotið gegn segir lengi hafa verið beðið eftir ákvörðun ríkissaksóknara.

Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins
Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður
"Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum.

Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina

Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu
Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina.

Lekamálið: Lögregla hefur sent málið til ríkissaksóknara
Rannsakar nú ríkissaksóknari hvort að þörf sé á frekari rannsókn eða hvort henni sé lokið. Sé henni lokið verður tekin ákvörðun um ákæru.