Innlent

Píratar vilja fund um lekamálið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA/Stefán/Vilhelm
Píratar hafa óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd komi saman í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um meintar ástæður brotthvarfs Stefáns Eiríksonar úr starfi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, sendi nefndinni bréf í dag. Í því óskar hann eftir því að nefndin leiti svara við því hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, „hafi beitt opinbera starfsmenn á sviði lögreglu og ákæruvalds þrýstingi eða haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar.“

Þá vísar hann til lögreglurannsóknar sem beinst hafi að ráðuneytinu og starfsmönnum þess vegna lekamálsins.

„Ég óska eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri og Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, verði kölluð fyrir nefndina til að svara spurningum nefndarmanna um málið,“ segir Helgi Hrafn í bréfinu.


Tengdar fréttir

Stefán Eiríksson tvíræður á Twitter

Eitt af uppáhalds Bítlalögum fyrrverandi lögreglustjóra fjallar um mann sem hættir í lögreglunni og samskipti hans við konu með silfurskeið í munni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.