Innlent

Dró sér milljónir sveitarfélagsins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari Vísir/vilhelm
Sérstakur saksóknari hefur ákært ríflega fertugan fyrrum starfsmann Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem gefið er að sök að hafa dregið sér og notað heimildarlaust í eigin þágu, rúmar 26 milljónir króna á þremur árum.

Á tímabilinu frá október 2009 til ársloka 2013 millifærði konan sem um ræðir samtals 24,8 milljónir króna í 56 færslum af reikningi í eigu sveitarfélagsins yfir á eigin bankareikninga en hún starfaði þá sem aðalbókari og síðar fjármálafulltrúi hjá sveitarfélaginu.

Þá millifærði ákærða 1,2 milljónir króna í 19 færslum af reikningi Upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra og 200 þúsund krónur af reikningi Byggðasafns Skagafjarðar yfir á eigin bankareikninga er fram kemur í frétt RÚV um málið.



Þá er þess er krafist að aðalbókarinn fyrrverandi verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakakostnaðar. Einnig er farið frá að hún greið Sveitarfélaginu Skagafirði 26,7 milljónir króna með vöxtum og sæti upptöku á 3,1 milljón króna sem embætti sérstaks saksóknara gerði upptækar af bankareikning ákærðu. Málið veður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands vestra á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×