Enski boltinn

Jóhann Berg lagði upp mark í sigri Charlton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp fyrsta mark Charlton í 2-1 sigri á Wigan í ensku Championship-deildinni.

Jóhann Berg spilaði allan leikinn og lagði eins og fyrr segir upp fyrsta mark Charlton þegar hann kom boltanum á Jordan Cousins.

Callum McManaman jafnaði metin fyrir Wigan, en Franck Moussa skoraði sigurmarkið í uppbótartíma fyrir Charlton sem vann mikilvægan sigur. Jóhann Berg spilaði allan leikinn.

Kári Árnason spilaði allan leikinn fyrir Rotherham, en Ryan Hall tryggði nýliðunum sigur stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Aron Einar Gunnarsson kom inná sem varamaður á 55. mínútu hjá Cardiff sem vann 3-1 sigur á Huddersfield.

Úrsilt dagsins:

Leeds 1-0 Middlesbrough

Bournemouth 1-0 Brentford

Birmingham 1-0 Brighton & Hove Albion

Blackpool 1-2 Blackburn

Bolton 2-2 Nottingham Forest

Cardiff 3-1 Huddersfield

Charlton 2-1 Wigan

Fulham 0-1 Millwall

Norwich 3-0 Watford

Reading 1-0 Ipswich

Rotherham 1-0 Wolves

Sheffield Wednesday 0-0 Derby




Fleiri fréttir

Sjá meira


×