Skagfirðingur keyrir á hval Bjarki Ármannsson skrifar 17. ágúst 2014 21:13 Samstuðið við hnúfubakinn festist á filmu. Mynd/Skjáskot Brynjar Þór Gunnarsson, akstursíþróttamaður og íbúi á Hofsósi, ók á hval í dag. Hann var þá staddur á sjóþotu í Skagafirðinum ásamt félaga sínum, þar sem þeir tóku nokkra hringi í blíðviðrinu. „Við vorum búnir að vera úti í firðinum í allan dag og vorum bara á leiðinni heim,“ segir Brynjar. „Þá sjáum við í smá fjarlægð stróka, þar sem nokkrir hnúfubakar voru að blása úr sér lofti. Þannig að við ákváðum að renna þangað niður eftir og skoða þá aðeins.“ Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi, sem Brynjar náði á Go Pro myndavél sinni, komst hann í fullmikið návægi við skepnurnar. „Svo var ég eitthvað að horfa á félaga minn og þá kom hann upp beint fyrir framan mig,“ segir Brynjar. „Ég náði ekkert að beygja strax og keyrði bara beint upp á bakið á honum.“ Hann telur að hnúfubaknum hafi líklegast ekki orðið meint af. Sjálfum brá honum þó heldur betur við áreksturinn. „Maður fékk svona pínu hland fyrir hjartað. Það var ekki hægt að panikka alveg strax, en maður fékk svona pínu adrenalín-kikk eftir á,“ segir Brynjar. Hann getur þó hlegið að þessu núna og viðurkennir að litlu munaði að hann hafi hreinlega notast við hnúfubakinn sem nokkurs konar stökkpall. „Hefði ég komið aðeins hraðar hefði ég ábyggilega bara stokkið beint yfir hann,“ segir hann. Hvalir eru ekki óalgeng sjón í firðinum, en líklegast eru þó ekki margir aðrir en Brynjar sem geta státað sig af því að hafa lent í svona árekstri. Myndbandið af samstuði Brynjars og hvalsins má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Brynjar Þór Gunnarsson. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Brynjar Þór Gunnarsson, akstursíþróttamaður og íbúi á Hofsósi, ók á hval í dag. Hann var þá staddur á sjóþotu í Skagafirðinum ásamt félaga sínum, þar sem þeir tóku nokkra hringi í blíðviðrinu. „Við vorum búnir að vera úti í firðinum í allan dag og vorum bara á leiðinni heim,“ segir Brynjar. „Þá sjáum við í smá fjarlægð stróka, þar sem nokkrir hnúfubakar voru að blása úr sér lofti. Þannig að við ákváðum að renna þangað niður eftir og skoða þá aðeins.“ Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi, sem Brynjar náði á Go Pro myndavél sinni, komst hann í fullmikið návægi við skepnurnar. „Svo var ég eitthvað að horfa á félaga minn og þá kom hann upp beint fyrir framan mig,“ segir Brynjar. „Ég náði ekkert að beygja strax og keyrði bara beint upp á bakið á honum.“ Hann telur að hnúfubaknum hafi líklegast ekki orðið meint af. Sjálfum brá honum þó heldur betur við áreksturinn. „Maður fékk svona pínu hland fyrir hjartað. Það var ekki hægt að panikka alveg strax, en maður fékk svona pínu adrenalín-kikk eftir á,“ segir Brynjar. Hann getur þó hlegið að þessu núna og viðurkennir að litlu munaði að hann hafi hreinlega notast við hnúfubakinn sem nokkurs konar stökkpall. „Hefði ég komið aðeins hraðar hefði ég ábyggilega bara stokkið beint yfir hann,“ segir hann. Hvalir eru ekki óalgeng sjón í firðinum, en líklegast eru þó ekki margir aðrir en Brynjar sem geta státað sig af því að hafa lent í svona árekstri. Myndbandið af samstuði Brynjars og hvalsins má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Brynjar Þór Gunnarsson.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira