Skagfirðingur keyrir á hval Bjarki Ármannsson skrifar 17. ágúst 2014 21:13 Samstuðið við hnúfubakinn festist á filmu. Mynd/Skjáskot Brynjar Þór Gunnarsson, akstursíþróttamaður og íbúi á Hofsósi, ók á hval í dag. Hann var þá staddur á sjóþotu í Skagafirðinum ásamt félaga sínum, þar sem þeir tóku nokkra hringi í blíðviðrinu. „Við vorum búnir að vera úti í firðinum í allan dag og vorum bara á leiðinni heim,“ segir Brynjar. „Þá sjáum við í smá fjarlægð stróka, þar sem nokkrir hnúfubakar voru að blása úr sér lofti. Þannig að við ákváðum að renna þangað niður eftir og skoða þá aðeins.“ Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi, sem Brynjar náði á Go Pro myndavél sinni, komst hann í fullmikið návægi við skepnurnar. „Svo var ég eitthvað að horfa á félaga minn og þá kom hann upp beint fyrir framan mig,“ segir Brynjar. „Ég náði ekkert að beygja strax og keyrði bara beint upp á bakið á honum.“ Hann telur að hnúfubaknum hafi líklegast ekki orðið meint af. Sjálfum brá honum þó heldur betur við áreksturinn. „Maður fékk svona pínu hland fyrir hjartað. Það var ekki hægt að panikka alveg strax, en maður fékk svona pínu adrenalín-kikk eftir á,“ segir Brynjar. Hann getur þó hlegið að þessu núna og viðurkennir að litlu munaði að hann hafi hreinlega notast við hnúfubakinn sem nokkurs konar stökkpall. „Hefði ég komið aðeins hraðar hefði ég ábyggilega bara stokkið beint yfir hann,“ segir hann. Hvalir eru ekki óalgeng sjón í firðinum, en líklegast eru þó ekki margir aðrir en Brynjar sem geta státað sig af því að hafa lent í svona árekstri. Myndbandið af samstuði Brynjars og hvalsins má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Brynjar Þór Gunnarsson. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Brynjar Þór Gunnarsson, akstursíþróttamaður og íbúi á Hofsósi, ók á hval í dag. Hann var þá staddur á sjóþotu í Skagafirðinum ásamt félaga sínum, þar sem þeir tóku nokkra hringi í blíðviðrinu. „Við vorum búnir að vera úti í firðinum í allan dag og vorum bara á leiðinni heim,“ segir Brynjar. „Þá sjáum við í smá fjarlægð stróka, þar sem nokkrir hnúfubakar voru að blása úr sér lofti. Þannig að við ákváðum að renna þangað niður eftir og skoða þá aðeins.“ Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi, sem Brynjar náði á Go Pro myndavél sinni, komst hann í fullmikið návægi við skepnurnar. „Svo var ég eitthvað að horfa á félaga minn og þá kom hann upp beint fyrir framan mig,“ segir Brynjar. „Ég náði ekkert að beygja strax og keyrði bara beint upp á bakið á honum.“ Hann telur að hnúfubaknum hafi líklegast ekki orðið meint af. Sjálfum brá honum þó heldur betur við áreksturinn. „Maður fékk svona pínu hland fyrir hjartað. Það var ekki hægt að panikka alveg strax, en maður fékk svona pínu adrenalín-kikk eftir á,“ segir Brynjar. Hann getur þó hlegið að þessu núna og viðurkennir að litlu munaði að hann hafi hreinlega notast við hnúfubakinn sem nokkurs konar stökkpall. „Hefði ég komið aðeins hraðar hefði ég ábyggilega bara stokkið beint yfir hann,“ segir hann. Hvalir eru ekki óalgeng sjón í firðinum, en líklegast eru þó ekki margir aðrir en Brynjar sem geta státað sig af því að hafa lent í svona árekstri. Myndbandið af samstuði Brynjars og hvalsins má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Brynjar Þór Gunnarsson.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira