Skagfirðingur keyrir á hval Bjarki Ármannsson skrifar 17. ágúst 2014 21:13 Samstuðið við hnúfubakinn festist á filmu. Mynd/Skjáskot Brynjar Þór Gunnarsson, akstursíþróttamaður og íbúi á Hofsósi, ók á hval í dag. Hann var þá staddur á sjóþotu í Skagafirðinum ásamt félaga sínum, þar sem þeir tóku nokkra hringi í blíðviðrinu. „Við vorum búnir að vera úti í firðinum í allan dag og vorum bara á leiðinni heim,“ segir Brynjar. „Þá sjáum við í smá fjarlægð stróka, þar sem nokkrir hnúfubakar voru að blása úr sér lofti. Þannig að við ákváðum að renna þangað niður eftir og skoða þá aðeins.“ Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi, sem Brynjar náði á Go Pro myndavél sinni, komst hann í fullmikið návægi við skepnurnar. „Svo var ég eitthvað að horfa á félaga minn og þá kom hann upp beint fyrir framan mig,“ segir Brynjar. „Ég náði ekkert að beygja strax og keyrði bara beint upp á bakið á honum.“ Hann telur að hnúfubaknum hafi líklegast ekki orðið meint af. Sjálfum brá honum þó heldur betur við áreksturinn. „Maður fékk svona pínu hland fyrir hjartað. Það var ekki hægt að panikka alveg strax, en maður fékk svona pínu adrenalín-kikk eftir á,“ segir Brynjar. Hann getur þó hlegið að þessu núna og viðurkennir að litlu munaði að hann hafi hreinlega notast við hnúfubakinn sem nokkurs konar stökkpall. „Hefði ég komið aðeins hraðar hefði ég ábyggilega bara stokkið beint yfir hann,“ segir hann. Hvalir eru ekki óalgeng sjón í firðinum, en líklegast eru þó ekki margir aðrir en Brynjar sem geta státað sig af því að hafa lent í svona árekstri. Myndbandið af samstuði Brynjars og hvalsins má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Brynjar Þór Gunnarsson. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
Brynjar Þór Gunnarsson, akstursíþróttamaður og íbúi á Hofsósi, ók á hval í dag. Hann var þá staddur á sjóþotu í Skagafirðinum ásamt félaga sínum, þar sem þeir tóku nokkra hringi í blíðviðrinu. „Við vorum búnir að vera úti í firðinum í allan dag og vorum bara á leiðinni heim,“ segir Brynjar. „Þá sjáum við í smá fjarlægð stróka, þar sem nokkrir hnúfubakar voru að blása úr sér lofti. Þannig að við ákváðum að renna þangað niður eftir og skoða þá aðeins.“ Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi, sem Brynjar náði á Go Pro myndavél sinni, komst hann í fullmikið návægi við skepnurnar. „Svo var ég eitthvað að horfa á félaga minn og þá kom hann upp beint fyrir framan mig,“ segir Brynjar. „Ég náði ekkert að beygja strax og keyrði bara beint upp á bakið á honum.“ Hann telur að hnúfubaknum hafi líklegast ekki orðið meint af. Sjálfum brá honum þó heldur betur við áreksturinn. „Maður fékk svona pínu hland fyrir hjartað. Það var ekki hægt að panikka alveg strax, en maður fékk svona pínu adrenalín-kikk eftir á,“ segir Brynjar. Hann getur þó hlegið að þessu núna og viðurkennir að litlu munaði að hann hafi hreinlega notast við hnúfubakinn sem nokkurs konar stökkpall. „Hefði ég komið aðeins hraðar hefði ég ábyggilega bara stokkið beint yfir hann,“ segir hann. Hvalir eru ekki óalgeng sjón í firðinum, en líklegast eru þó ekki margir aðrir en Brynjar sem geta státað sig af því að hafa lent í svona árekstri. Myndbandið af samstuði Brynjars og hvalsins má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Brynjar Þór Gunnarsson.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira