Innlent

Stökk út um glugga á annarri hæð: „Ég fer ekkert að láta kveikja í mér í dag“

Bjarki Ármannsson skrifar
„Ég vaknaði bara við eitthvað reykský og brothljóð. Ég vakti strákana, sagði að það væri kviknað í og ég stökk bara út um gluggann.“

Þetta segir Guðmundur Árnason, íbúi í húsinu við Grettisgötu 62 sem kviknaði í á tíunda tímanum í morgun. Guðmundur stökk út um glugga á annarri hæð hússins til að flýja eldinn.

„Ég fer ekkert að láta kveikja í mér í dag, engan veginn,“ segir hann í samtali við fréttastofu.

Hann segir mikið magn reyks hafa borist inn í herbergi til hans og að hann hafi talið að kviknað væri í þaki hússins.

„Þannig að ég forðaði mér bara strax út, vakti strákana og bara út,“ segir hann.

Nánar verður fjallað um brunann á Grettisgötu í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×