Innlent

Eldur í Varmárskóla

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Varmárskóli í Mosfellsbæ.
Varmárskóli í Mosfellsbæ. MYND/ELÍSABET
Eldur kom upp í ruslageymslu við Varmárskóla í Mosfellsbæ á sjötta tímanum í dag og var slökkviliðið á höfuborgarsvæðinu kallað út vegna málsins.

Mikinn svartan reyk lagði frá ruslageymslu gagnfræðadeildarinar en ekki er talið að um mikinn eld hafi verið að ræða.

Slökkviliðsmenn voru ekki lengi að ráða niðurlögum eldsins en málið var litið alvarlegum augum.

Skólastarf hefst í aftur í Gagnfræðaskólanum í næstu viku.

Uppfært 18:00

Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá grilli sem stóð við eitt af anddyrum skólans.





MYND/ELÍSABET
MYND/ELÍSABET
Skólastjóri Varmárskóla, Þóranna Rósa Ólafsdóttir, fylgdist með aðgerðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×