Ráðherra segir Kristínu snúa úr út orðum hans Atli Ísleifsson skrifar 1. ágúst 2014 19:47 Ráðherrann segir mjög líklega muni skipa fleiri sendiherra áður en kjörtímabilinu lýkur, konur og karla. Vísir/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, snúa út úr orðum hans um konur og sendiherrastöður sem hann lét falla í viðtali við Fréttatímann. Kristín ræddi málið í samtali við Vísi fyrr í dag. Gunnar Bragi segir í orðsendingu til Vísis að í viðtali hans við Fréttatímann hafi hann sagt að „það gæti verið að konur sækist síður eftir sendiherrastöðum þar sem slík störf kalla oft á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa.“ Segir Gunnar Bragi Kristínu tala um gamaldags hugsunarhátt og segi meðal annars að verið sé að verðlauna karlana. „Framkvæmdastjórinn kýs þannig að snúa út úr orðum mínum. Eins og fram kemur í orðum mínum þá segi ég „það gæti verið..“ og því ekki fullyrt um það enda veit ég þetta ekki.“ Ráðherrann segir það kannski lýsandi fyrir jafnréttisumræðuna að framkvæmdastýran horfi ekki á að í viðtalinu í Fréttatímanum sé jafnframt viðurkennt að þetta þurfi að laga. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu. Ég hef sem betur fer tæp þrjú ár í viðbót til þess. Þótt ég hafi bara skipað karla í þetta skipti er ekki þar með sagt að það verði þannig.“ Gunnar Bragi segist sakna þess að framkvæmdastýran sé ekki launarmiðaðri í stað þess að saka menn um gamaldags vinnubrögð og að vera að verðlauna karla og gera þannig lítið úr hæfileikum þeirra. „Þá hef ég ekki orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni frá því ég kom í ráðuneytið.“ Segir ráðherrann að áður en kjörtímbabilinu ljúki muni hann „mjög líklega skipa fleiri sendiherra, konur og karla.“ Tengdar fréttir „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, snúa út úr orðum hans um konur og sendiherrastöður sem hann lét falla í viðtali við Fréttatímann. Kristín ræddi málið í samtali við Vísi fyrr í dag. Gunnar Bragi segir í orðsendingu til Vísis að í viðtali hans við Fréttatímann hafi hann sagt að „það gæti verið að konur sækist síður eftir sendiherrastöðum þar sem slík störf kalla oft á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa.“ Segir Gunnar Bragi Kristínu tala um gamaldags hugsunarhátt og segi meðal annars að verið sé að verðlauna karlana. „Framkvæmdastjórinn kýs þannig að snúa út úr orðum mínum. Eins og fram kemur í orðum mínum þá segi ég „það gæti verið..“ og því ekki fullyrt um það enda veit ég þetta ekki.“ Ráðherrann segir það kannski lýsandi fyrir jafnréttisumræðuna að framkvæmdastýran horfi ekki á að í viðtalinu í Fréttatímanum sé jafnframt viðurkennt að þetta þurfi að laga. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu. Ég hef sem betur fer tæp þrjú ár í viðbót til þess. Þótt ég hafi bara skipað karla í þetta skipti er ekki þar með sagt að það verði þannig.“ Gunnar Bragi segist sakna þess að framkvæmdastýran sé ekki launarmiðaðri í stað þess að saka menn um gamaldags vinnubrögð og að vera að verðlauna karla og gera þannig lítið úr hæfileikum þeirra. „Þá hef ég ekki orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni frá því ég kom í ráðuneytið.“ Segir ráðherrann að áður en kjörtímbabilinu ljúki muni hann „mjög líklega skipa fleiri sendiherra, konur og karla.“
Tengdar fréttir „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
„Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27