Erlent

Grunur á ebólu í New York

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Grunur leikur á að karlmaður í New York í Bandaríkjunum sé smitaður af ebóluveirunni.  Maðurinn ferðaðist nýlega um Vestur-Afríku þar sem faraldurinn nú geisar. Maðurinn hefur þjáðst af einkennum sem svipa mjög til einkenna af völdum ebólu og var hann færður í sóttkví í dag.

Talsmenn spítalans segja að öll nauðsynleg skref séu nú tekin til þess að tryggja öryggi allra sjúklinga og annarra sem á spítalann koma.

Faraldurinn hefur lagt á níunda hundrað af velli í Vestur-Afríku í ár. Á annað þúsund eru sýktir af veirunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×