Innlent

Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fjölmenni var á Reykjavíkurflugvelli þegar ljósmyndara bar að garði
Fjölmenni var á Reykjavíkurflugvelli þegar ljósmyndara bar að garði VÍSIR/GVA
Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni er nú stödd á Reykjavíkurflugvelli en vélin er á leið yfir Atlantshafið til Bretlands. Er ferðalag hennar þáttur í því að heiðra minningu þeirra fjölmörgu áhafnarliða bresku sprengjuflugsveitanna sem létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni.

Vélin er önnur af tveimur slíkum vélum sem eru í flughæfu ástandi í dag. Almenningi gefst færi á að skoða vélina á Reykjavíkurflugvelli við Icelandair Hotel Reykjavik Natura til klukkan 13 í dag.

Þessi Lancaster flugvél mun verða í Bretlandi í um það bil sex vikur og mun þar taka þátt í flugsýningum með annarri Lancasterflugvél frá RAF Battle of Britain Memorial Flight en þessar tvær eru einu Lancaster flugvélarnar sem eru flughæfar í heiminum í dag.  Ferð flugvélarinnar yfir Atlantshafið hefur vakið gríðarlega athygli hjá flugáhugamönnum og er nú svo komið að uppselt er á sumar af þeim flugsýningum sem Lancaster flugvélarnar sýna saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×