Erlent

Svíar þverskallast við að yfirgefa heimili sín

vísir/afp
Slökkvistarf er enn í fullum gangi í Svíþjóð þar sem miklir skógareldar hafa brunnið frá því um síðustu helgi. Sérútbúnar flugvélar hafa verið að sleppa miklu magni vatns á skóginn til þess að slökkva og einnig til þess að hamla því að eldarnir breiðist út.

Nokkrar tafir hafa orðið á þessum aðgerðum þar sem íbúar á svæðinu hafa neitað að yfirgefa heimili sín. Lífhættulegt getur verið að verða fyrir gusum frá flugvélunum og því hafa stór svæði verið girt af og fólki meinaður aðgangur. Fjölmargir íbúanna hafa þó að sögn sænska ríkisútvarpsins þverskallast við og hefur það valdið töfum þar sem ekki er hægt að beita vélunum ef fólk er á jörðu niðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×