Erlent

Vill skoðun dómstóla á apa „selfie“

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Breski ljósmyndarinn David Slater var á ferðalagi í Indónesíu árið 2011 þegar api tók af honum myndavél hans. Apinn eyddi dágóðri stund í að taka myndir af sjálfum sér, svokallaðar „selfies“. Forsvarsmenn Wikipedia hafa nú neitað að taka eina af myndunum úr birtingu á vef sínum og segja engann eiga höfundarréttinn af myndinni.

Þó myndin hafi verið tekin á myndavél Slater var það apinn sem ýtti á takkann.

Á sínum tíma birtust nokkrar myndanna í fjölmiðlum um allan heim, en ein þeirra hefur verið birt á Wikipedia og getur hver sem er sótt hana ókeypis þaðan.

Telegraph segir frá því að ljósmyndarinn segir það koma niður á tekjum hans.

Hann fór fram á að myndin yrði tekin úr birtingu og segir það hafa kostað sig mikla peninga að að fara til Indónesíu og að „taka“ myndina. Hann vill láta dómstóla skera úr um hvort hann eigi myndina eða ekki.

Wikimedia, bandarísku samtökin sem standa að Wikipedia, segjast ekki vera sammála fullyrðingu ljósmyndarans um að hann eigi höfundarrétt myndarinnar. Þeir segja myndina vera opinbera eign samkvæmt bandarískum höfundarréttarlögum.

Hér má sjá myndina á Wikipedia.

Myndin umrædda á WikipediaSkjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×