Ríkisstjórnin hyggst stöðva áform Nubos á Svalbarða Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2014 12:30 Huang Nubo. Norska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún stefni að því að norska ríkið kaupi landið við Aðventufjörð á Svalbarða sem Kínverjinn Huang Nubo hefur augastað á. „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að vinna að lausn sem felur í sér að ríkið eignist Eystri-Aðventufjörð. Það er einfaldlega eðlilegt og rétt að ríkið gangi inn til að taka yfir eignina,“ segir Monica Mæland, viðskipta-, iðnaðar- og sjávarútvegráðherra, í yfirlýsingu vegna málsins. „Með ríkiseign og norskri löggjöf erum við í bestri aðstöðu til að stjórna Svalbarða í þágu almennings,“ segir norski ráðherrann ennfremur.Frá Longyearbyen, höfuðstað Svalbarða. Landið sem Nubo vill kaupa er við fjallið sem sést fjær.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Landið sem um ræðir er 217 ferkílómetrar og önnur af tveimur landareignum í einkaeigu á Svalbarða. Það er skammt frá höfuðstaðnum Longyearbyen og aðalflugvelli eyjanna. Þá er fjall á landareigninni sem áætlað er að geymi yfir 20 milljónir tonna af kolum. Þótt norsk stjórnvöld reyni nú að hindra Nubo í að kaupa hluta af Svalbarða virðast þau ekki hafa stöðvað kaup hans á jörð í Troms-fylki í Norður-Noregi. Að sögn norskra fjölmiðla keypti Nubo náttúruperlu norðan við Tromsö, á svæði með fallegri strandlengju, miklum skógi og tignarlegum fjallatindum sem kallaðir eru Lyng-alparnir. Þar hyggst hann reisa fimm stjarna lúxushótel. Tengdar fréttir Segja það koma til greina að kaupa Grímsstaði á Fjöllum Efnahags- og viðskiptaráðherra segir til greina koma að ríkið kaupi Grímsstaði á Fjöllum og landið verði þar með þjóðareign. Hann telur ríkið hafa efni á að kaupa landið en kaupsamningur sem kínverski fjárfestirinn Huang Nubo gerði við landeigendur hljóðaði upp á 800 milljónir. 31. ágúst 2012 18:32 Nubo mjög reiður og pirraður í garð íslenskra stjórnvalda Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo er mjög reiður og pirraður yfir því hve slæmt sé að reyna að fjárfesta á Íslandi. 3. desember 2012 06:57 Ríkisstjórnin skipar starfshóp til að fara yfir mál Huangs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa hóp ráðherra og stafsmanna ráðuneyta til að fara yfir mál Huang Nubos og fyrirhugaða leigu hans á Grímsstöðum á fjöllum. Að sögn Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra mun hópurinn mynda afstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins enda hafi engar óafturkræfar ákvarðanir verið teknar um fyrirhugaðar framkvæmdir Nubos á landinu. Hópurinn þarf ekki að skila niðurstöðu innan ákveðins tíma en mun taka til starfa eins fljótt og auðið er. 31. júlí 2012 12:01 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Norska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún stefni að því að norska ríkið kaupi landið við Aðventufjörð á Svalbarða sem Kínverjinn Huang Nubo hefur augastað á. „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að vinna að lausn sem felur í sér að ríkið eignist Eystri-Aðventufjörð. Það er einfaldlega eðlilegt og rétt að ríkið gangi inn til að taka yfir eignina,“ segir Monica Mæland, viðskipta-, iðnaðar- og sjávarútvegráðherra, í yfirlýsingu vegna málsins. „Með ríkiseign og norskri löggjöf erum við í bestri aðstöðu til að stjórna Svalbarða í þágu almennings,“ segir norski ráðherrann ennfremur.Frá Longyearbyen, höfuðstað Svalbarða. Landið sem Nubo vill kaupa er við fjallið sem sést fjær.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Landið sem um ræðir er 217 ferkílómetrar og önnur af tveimur landareignum í einkaeigu á Svalbarða. Það er skammt frá höfuðstaðnum Longyearbyen og aðalflugvelli eyjanna. Þá er fjall á landareigninni sem áætlað er að geymi yfir 20 milljónir tonna af kolum. Þótt norsk stjórnvöld reyni nú að hindra Nubo í að kaupa hluta af Svalbarða virðast þau ekki hafa stöðvað kaup hans á jörð í Troms-fylki í Norður-Noregi. Að sögn norskra fjölmiðla keypti Nubo náttúruperlu norðan við Tromsö, á svæði með fallegri strandlengju, miklum skógi og tignarlegum fjallatindum sem kallaðir eru Lyng-alparnir. Þar hyggst hann reisa fimm stjarna lúxushótel.
Tengdar fréttir Segja það koma til greina að kaupa Grímsstaði á Fjöllum Efnahags- og viðskiptaráðherra segir til greina koma að ríkið kaupi Grímsstaði á Fjöllum og landið verði þar með þjóðareign. Hann telur ríkið hafa efni á að kaupa landið en kaupsamningur sem kínverski fjárfestirinn Huang Nubo gerði við landeigendur hljóðaði upp á 800 milljónir. 31. ágúst 2012 18:32 Nubo mjög reiður og pirraður í garð íslenskra stjórnvalda Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo er mjög reiður og pirraður yfir því hve slæmt sé að reyna að fjárfesta á Íslandi. 3. desember 2012 06:57 Ríkisstjórnin skipar starfshóp til að fara yfir mál Huangs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa hóp ráðherra og stafsmanna ráðuneyta til að fara yfir mál Huang Nubos og fyrirhugaða leigu hans á Grímsstöðum á fjöllum. Að sögn Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra mun hópurinn mynda afstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins enda hafi engar óafturkræfar ákvarðanir verið teknar um fyrirhugaðar framkvæmdir Nubos á landinu. Hópurinn þarf ekki að skila niðurstöðu innan ákveðins tíma en mun taka til starfa eins fljótt og auðið er. 31. júlí 2012 12:01 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Segja það koma til greina að kaupa Grímsstaði á Fjöllum Efnahags- og viðskiptaráðherra segir til greina koma að ríkið kaupi Grímsstaði á Fjöllum og landið verði þar með þjóðareign. Hann telur ríkið hafa efni á að kaupa landið en kaupsamningur sem kínverski fjárfestirinn Huang Nubo gerði við landeigendur hljóðaði upp á 800 milljónir. 31. ágúst 2012 18:32
Nubo mjög reiður og pirraður í garð íslenskra stjórnvalda Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo er mjög reiður og pirraður yfir því hve slæmt sé að reyna að fjárfesta á Íslandi. 3. desember 2012 06:57
Ríkisstjórnin skipar starfshóp til að fara yfir mál Huangs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa hóp ráðherra og stafsmanna ráðuneyta til að fara yfir mál Huang Nubos og fyrirhugaða leigu hans á Grímsstöðum á fjöllum. Að sögn Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra mun hópurinn mynda afstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins enda hafi engar óafturkræfar ákvarðanir verið teknar um fyrirhugaðar framkvæmdir Nubos á landinu. Hópurinn þarf ekki að skila niðurstöðu innan ákveðins tíma en mun taka til starfa eins fljótt og auðið er. 31. júlí 2012 12:01
Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15