Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Höskuldur Kári Schram skrifar 31. júlí 2014 13:04 Hanna Birna Kristjánsdóttir Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. Óformlegar viðræður hafa verið í gangi milli nokkurra þingmanna stjórnarandstöðunnar um að leggja fram slíka tillögu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er miðað við að tillagan verði lögð fram um leið og þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis óskaði í gær eftir svörum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra útaf meintum afskiptum hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. DV fullyrti í vikunni að Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hafi ákveðið að segja af sér vegna undirliggjandi hótana og afskipta ráðherra af störfum lögreglunnar í tengslum við málið. Umboðsmaður ræddi við Stefán og Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara útaf fréttaflutningi DV en fram kemur í bréfi hans til ráðherra að ekki sé útilokað að hann taki málið til formlegrar athugunar. Hanna Birna hefur vísað fullyrðingum DV á bug og í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær segist hún ætla að svara umboðsmanni fyrir helgi. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um málið í næsta mánuði en Valgerður Bjarnadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni kallaði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær eftir skýrum svörum frá ráðherra vegna málsins. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fleiri fréttir Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. Óformlegar viðræður hafa verið í gangi milli nokkurra þingmanna stjórnarandstöðunnar um að leggja fram slíka tillögu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er miðað við að tillagan verði lögð fram um leið og þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis óskaði í gær eftir svörum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra útaf meintum afskiptum hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. DV fullyrti í vikunni að Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hafi ákveðið að segja af sér vegna undirliggjandi hótana og afskipta ráðherra af störfum lögreglunnar í tengslum við málið. Umboðsmaður ræddi við Stefán og Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara útaf fréttaflutningi DV en fram kemur í bréfi hans til ráðherra að ekki sé útilokað að hann taki málið til formlegrar athugunar. Hanna Birna hefur vísað fullyrðingum DV á bug og í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær segist hún ætla að svara umboðsmanni fyrir helgi. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um málið í næsta mánuði en Valgerður Bjarnadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni kallaði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær eftir skýrum svörum frá ráðherra vegna málsins.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fleiri fréttir Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Sjá meira