Skorað á stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 22. júlí 2014 13:30 Illugi telur nauðsynlegt að ýta við íslenskum stjórnvöldum. Vísir/GVA/GVA Illugi Jökulsson rithöfundur hefur efnt til undirskriftasöfnunar á netinu en þar er hvatt til þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann telur nauðsynlegt að ýta við íslenskum stjórnvöldum að þau taki afgerandi afstöðu til stöðu mála á Gaza-svæðinu.Eina sem við getum gert „Mér, eins og fleirum, hefur bara blöskrað það sem þarna er að gerast,“ segir Illugi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að frekar ætti að ræða við ráðamenn í Ísrael en að slíta sambandi við þá. „Það er löngu fullreynt, hvað svo sem okkar góði utanríkisráðherra segir, að það þýðir ekkert að ræða við Ísraelsmenn,“ segir Illgugi. „Ég held að þess vegna sé það eina sem við getum gert í stöðunni til að lýsa almennilega yfir hryllingi okkar og viðbjóði á því sem Ísraelsmenn eru að gera þarna að slíta við þá stjórnmálasambandi. Þetta var það eina sem virkaði í Suður-Afríku, þegar aðskilnaðarstefnan var upp á sitt versta, það var að einangra landið. Það var einangrun og slit á stjórnmálasambandi sem á endanum varð til þess að hvítir menn í Suður-Afríku gáfust upp á sinni ömurlegu stefnu. Ég held að þetta sé það eina sem við getum gert.“Rúmlega 600 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum síðustu vikur.Vísir/APSiðferðisleg yfirlýsing Menn benda oft á að Ísland sé lítið lóð á vogarskálarnar, þá til dæmis sé litið til milliríkjaviðskipta. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst siðferðisleg yfirlýsing sem muni vekja athygli,“ segir Illugi. „Við erum eitt af þeim ríkjum sem bar ábyrgð á stofnun Ísraels á sínum tíma, árið 1948, og í raun og veru skiptir ekki öllu máli hvort að við höldum að svona skref muni leysa deiluna. Ég er ekki að gera mér neinar vonir um það. En þetta er skref sem við verðum að stíga, finnst mér, fyrst og fremst til að lýsa okkar hryllingi og viðbjóði á framferði Ísraelsmanna sem þarna er í gangi.“ Illugi stefnir að því að leggja undirskriftirnar fram á fimmtudaginn, þá er utanríkisnefnd Alþingis kemur saman. Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveðið að styrkja stofnanir Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðinu 22. júlí 2014 10:25 Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30 Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Illugi Jökulsson rithöfundur hefur efnt til undirskriftasöfnunar á netinu en þar er hvatt til þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann telur nauðsynlegt að ýta við íslenskum stjórnvöldum að þau taki afgerandi afstöðu til stöðu mála á Gaza-svæðinu.Eina sem við getum gert „Mér, eins og fleirum, hefur bara blöskrað það sem þarna er að gerast,“ segir Illugi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að frekar ætti að ræða við ráðamenn í Ísrael en að slíta sambandi við þá. „Það er löngu fullreynt, hvað svo sem okkar góði utanríkisráðherra segir, að það þýðir ekkert að ræða við Ísraelsmenn,“ segir Illgugi. „Ég held að þess vegna sé það eina sem við getum gert í stöðunni til að lýsa almennilega yfir hryllingi okkar og viðbjóði á því sem Ísraelsmenn eru að gera þarna að slíta við þá stjórnmálasambandi. Þetta var það eina sem virkaði í Suður-Afríku, þegar aðskilnaðarstefnan var upp á sitt versta, það var að einangra landið. Það var einangrun og slit á stjórnmálasambandi sem á endanum varð til þess að hvítir menn í Suður-Afríku gáfust upp á sinni ömurlegu stefnu. Ég held að þetta sé það eina sem við getum gert.“Rúmlega 600 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum síðustu vikur.Vísir/APSiðferðisleg yfirlýsing Menn benda oft á að Ísland sé lítið lóð á vogarskálarnar, þá til dæmis sé litið til milliríkjaviðskipta. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst siðferðisleg yfirlýsing sem muni vekja athygli,“ segir Illugi. „Við erum eitt af þeim ríkjum sem bar ábyrgð á stofnun Ísraels á sínum tíma, árið 1948, og í raun og veru skiptir ekki öllu máli hvort að við höldum að svona skref muni leysa deiluna. Ég er ekki að gera mér neinar vonir um það. En þetta er skref sem við verðum að stíga, finnst mér, fyrst og fremst til að lýsa okkar hryllingi og viðbjóði á framferði Ísraelsmanna sem þarna er í gangi.“ Illugi stefnir að því að leggja undirskriftirnar fram á fimmtudaginn, þá er utanríkisnefnd Alþingis kemur saman.
Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveðið að styrkja stofnanir Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðinu 22. júlí 2014 10:25 Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30 Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49
Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30
Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveðið að styrkja stofnanir Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðinu 22. júlí 2014 10:25
Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30
Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30