Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2014 10:28 Mítillinn kemur sér fyrir á kvistum og stráendum og bíður eftir að ólánsskepna labbi framhjá og krækir sig fastan í hana. Skógarmítill, blóðsuga sem leggst á spendýr og fugla, hefur verið að gera vart við sig hér á landi og er að öllum líkindum orðinn landlægur. Erling Ólafsson skordýrafræðingur sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að endanleg staðfesting fyrir því hafi þó enn ekki fengist, en telur allt benda til þess. Hingað til hefur enginn sýkst af völdum mítilsins hérlendis en smit frá pöddunni getur valdið Lyme sjúkdómi (Borrelia burgdorferi), sem leggst á taugakerfi fólks og er ólæknandi greinist hann ekki strax. Þá getur hann einnig valdið heilabólgum. Mítillinn kemur sér fyrir á kvistum og stráendum og bíður eftir að ólánsskepna labbi framhjá og krækir sig fastan í hana. „Hann er puttalangur sem húkkar sér far,“ segir Ellert. Hann segir okkur mannfólkið þó einungis neyðarbrauð mítilisins en oftast leggst paddan á kindur, hunda og önnur dýr. Mítillinn er ekki smár og sést greinilega á húð. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir að nauðsynlegt sé að skoða húðina vel eftir skógarferðir. „Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bryndís segir einkennin augljós, hringlaga roði myndist á húð, en tekið getur þrjá til þrjátíu daga fyrir roðann að dreifa sér. Stuttu síðar getur farið að bera á þreytu, hrolli og höfuðverk ásamt vöðva- og liðverjum sem varað geta vikum saman. Sýkingin getur jafnframt valdið viðvarandi liðbólgum. Sýklalyf eru gefin við sýkingunni, en ef hún svarar ekki við meðferðinni þarf stundum að gefa bólgueyðandi lyfjameðferð. „Fólk þarf bara að vera vakandi yfir eigin líkama,“ segir Bryndís, en eins og fyrr segir hefur enginn sýkst af völdum skógarmítils hérlendis en hafa nokkrir Íslendingar smitast af völdum hans erlendis. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Skógarmítill, blóðsuga sem leggst á spendýr og fugla, hefur verið að gera vart við sig hér á landi og er að öllum líkindum orðinn landlægur. Erling Ólafsson skordýrafræðingur sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að endanleg staðfesting fyrir því hafi þó enn ekki fengist, en telur allt benda til þess. Hingað til hefur enginn sýkst af völdum mítilsins hérlendis en smit frá pöddunni getur valdið Lyme sjúkdómi (Borrelia burgdorferi), sem leggst á taugakerfi fólks og er ólæknandi greinist hann ekki strax. Þá getur hann einnig valdið heilabólgum. Mítillinn kemur sér fyrir á kvistum og stráendum og bíður eftir að ólánsskepna labbi framhjá og krækir sig fastan í hana. „Hann er puttalangur sem húkkar sér far,“ segir Ellert. Hann segir okkur mannfólkið þó einungis neyðarbrauð mítilisins en oftast leggst paddan á kindur, hunda og önnur dýr. Mítillinn er ekki smár og sést greinilega á húð. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir að nauðsynlegt sé að skoða húðina vel eftir skógarferðir. „Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bryndís segir einkennin augljós, hringlaga roði myndist á húð, en tekið getur þrjá til þrjátíu daga fyrir roðann að dreifa sér. Stuttu síðar getur farið að bera á þreytu, hrolli og höfuðverk ásamt vöðva- og liðverjum sem varað geta vikum saman. Sýkingin getur jafnframt valdið viðvarandi liðbólgum. Sýklalyf eru gefin við sýkingunni, en ef hún svarar ekki við meðferðinni þarf stundum að gefa bólgueyðandi lyfjameðferð. „Fólk þarf bara að vera vakandi yfir eigin líkama,“ segir Bryndís, en eins og fyrr segir hefur enginn sýkst af völdum skógarmítils hérlendis en hafa nokkrir Íslendingar smitast af völdum hans erlendis.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira