Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2014 10:28 Mítillinn kemur sér fyrir á kvistum og stráendum og bíður eftir að ólánsskepna labbi framhjá og krækir sig fastan í hana. Skógarmítill, blóðsuga sem leggst á spendýr og fugla, hefur verið að gera vart við sig hér á landi og er að öllum líkindum orðinn landlægur. Erling Ólafsson skordýrafræðingur sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að endanleg staðfesting fyrir því hafi þó enn ekki fengist, en telur allt benda til þess. Hingað til hefur enginn sýkst af völdum mítilsins hérlendis en smit frá pöddunni getur valdið Lyme sjúkdómi (Borrelia burgdorferi), sem leggst á taugakerfi fólks og er ólæknandi greinist hann ekki strax. Þá getur hann einnig valdið heilabólgum. Mítillinn kemur sér fyrir á kvistum og stráendum og bíður eftir að ólánsskepna labbi framhjá og krækir sig fastan í hana. „Hann er puttalangur sem húkkar sér far,“ segir Ellert. Hann segir okkur mannfólkið þó einungis neyðarbrauð mítilisins en oftast leggst paddan á kindur, hunda og önnur dýr. Mítillinn er ekki smár og sést greinilega á húð. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir að nauðsynlegt sé að skoða húðina vel eftir skógarferðir. „Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bryndís segir einkennin augljós, hringlaga roði myndist á húð, en tekið getur þrjá til þrjátíu daga fyrir roðann að dreifa sér. Stuttu síðar getur farið að bera á þreytu, hrolli og höfuðverk ásamt vöðva- og liðverjum sem varað geta vikum saman. Sýkingin getur jafnframt valdið viðvarandi liðbólgum. Sýklalyf eru gefin við sýkingunni, en ef hún svarar ekki við meðferðinni þarf stundum að gefa bólgueyðandi lyfjameðferð. „Fólk þarf bara að vera vakandi yfir eigin líkama,“ segir Bryndís, en eins og fyrr segir hefur enginn sýkst af völdum skógarmítils hérlendis en hafa nokkrir Íslendingar smitast af völdum hans erlendis. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Skógarmítill, blóðsuga sem leggst á spendýr og fugla, hefur verið að gera vart við sig hér á landi og er að öllum líkindum orðinn landlægur. Erling Ólafsson skordýrafræðingur sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að endanleg staðfesting fyrir því hafi þó enn ekki fengist, en telur allt benda til þess. Hingað til hefur enginn sýkst af völdum mítilsins hérlendis en smit frá pöddunni getur valdið Lyme sjúkdómi (Borrelia burgdorferi), sem leggst á taugakerfi fólks og er ólæknandi greinist hann ekki strax. Þá getur hann einnig valdið heilabólgum. Mítillinn kemur sér fyrir á kvistum og stráendum og bíður eftir að ólánsskepna labbi framhjá og krækir sig fastan í hana. „Hann er puttalangur sem húkkar sér far,“ segir Ellert. Hann segir okkur mannfólkið þó einungis neyðarbrauð mítilisins en oftast leggst paddan á kindur, hunda og önnur dýr. Mítillinn er ekki smár og sést greinilega á húð. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir að nauðsynlegt sé að skoða húðina vel eftir skógarferðir. „Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bryndís segir einkennin augljós, hringlaga roði myndist á húð, en tekið getur þrjá til þrjátíu daga fyrir roðann að dreifa sér. Stuttu síðar getur farið að bera á þreytu, hrolli og höfuðverk ásamt vöðva- og liðverjum sem varað geta vikum saman. Sýkingin getur jafnframt valdið viðvarandi liðbólgum. Sýklalyf eru gefin við sýkingunni, en ef hún svarar ekki við meðferðinni þarf stundum að gefa bólgueyðandi lyfjameðferð. „Fólk þarf bara að vera vakandi yfir eigin líkama,“ segir Bryndís, en eins og fyrr segir hefur enginn sýkst af völdum skógarmítils hérlendis en hafa nokkrir Íslendingar smitast af völdum hans erlendis.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira