Fótbolti

Aron: Hefði verið fínt að fá símtal frá Obama

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron á sínum gamla heimavelli í Grafarvogi.
Aron á sínum gamla heimavelli í Grafarvogi. Vísir/Valli
Aron Jóhannsson, sem var í viðtali í helgarútgáfu Fréttablaðsins um helgina, segir að það hafi verið sérstök upplifun að finna fyrir þeirri miklu athygli sem bandaríska landsliðið fékk í tengslum við HM í Brasilíu.

Aron var í HM-hóp bandaríska liðsins og varð fyrsti Íslendingurinn til að spila í lokakeppni stórmóts þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Gana í riðlakeppninni.

Bandaríkin féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar en var fagnað sem þjóðhetjum fyrir góðan árangur í keppninni. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hringdi meðal annars í þá Tim Howard markvörð og Clint Dempsey fyrirliða og óskaði þeim til hamingju með árangurinn.

„Ég var reyndar svekktur með að fá ekki símtal frá Obama,“ sagði Aron og hló. Hann hafi þó ekki kippt sér mikið upp við allt umstangið.

„Á meðan þessu stóð öllu saman þótti manni allt þetta eðlilegt af því að ég var hluti af þessu. En ég held að þegar ég mun líta til baka síðar verður þetta allt miklu stærra í minningunni.“

„Ég er þó alls ekki að gera lítið úr þessu, enda var reynslan öll risavaxin fyrir mig. En af því að þetta voru allt saman liðsfélagar mínir og vinir þá var upplifunin sú að þetta væri eðlilegt.“

Viðtalið við Aron má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Aron spilaði og Bandaríkin lögðu Gana

Aron Jóhannsson fagnaði sigri í sínum fyrsta leik á HM í kvöld. Bandaríkin lögðu þá Gana, 2-1, en sigurinn var ekki beint sanngjarn. Aron kom af bekknum á 23. mínútu.

Howard hrósaði Aroni í hástert

Tim Howard, landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, var ánægður með innkomu Arons Jóhannssonar í sigrinum á Gana á HM í Brasilíu í gær.

Sá félagana með tárin í augunum

Aron Jóhannsson skráði nafn sitt í sögubækurnar í sumar þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að spila í úrslitakeppni HM í knattspyrnu. Það gerði hann með bandaríska landsliðinu en í viðtali við Fréttablaðið gerir hann upp þátttöku sína á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×