Fótbolti

Obama: Tim, þú þarft að raka af þér skeggið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gengi bandaríska landsliðsins á HM í Brasilíu vakti mikla lukku í heimalandinu en liðið féll úr leik í keppninni eftir framlengdan leik gegn Belgíu sem tapaðist, 2-1.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hringdi í þá Clint Dempsey fyrirliða og Tim Howard markvörð en sá síðarnefndi átti frábæran leik gegn Belgum. Howard bætti met í leiknum með því að verja sextán skot.

„Ég veit að það voru ykkur vonbrigði að detta úr leik en við erum öll stolt af ykkur,“ sagði forsetinn í símtalinu en það má heyra það hér fyrir neðan.

Obama bætti við að líklega þyrfti Howard að raka af sér skeggið til að geta gengið óáreittur um götur eftir heimkomuna.


Tengdar fréttir

HM-draumur Arons og félaga á enda - Belgar unnu í framlengingu

Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×