Staðfesta að alsírska vélin hrapaði með 116 manns innanborðs Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2014 13:08 Hér má sjá nýlega mynd af vélinni. Hún er í eigu spænska flugfélagsins Swift Air en í leigu hjá Air Algerie. Vísir/AP Alsírska vélin AH5017 hrapaði að sögn alsírskra flugyfirvalda. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Heimildarmaður vildi þó ekki tjá sig um hvar vélin hrapaði eða hvað olli slysinu. Flightradar24 segir í tísti að vélin hafi hrapað í Níger, en utanríkisráðherra Frakklands segir hana hafa hrapað í norðurhluta Malí. 116 manns voru um borð í vélinni, en enn hafa ekki borist fréttir um hvort einhver hafi komist lífs af. Vélin var á leið frá Ouagadougou, höfuðborgar Búrkína Fasó, til Algeirsborgar, höfuðborgar Alsírs. Flugfélagið hefur staðfest að fimmtíu franskir ríkisborgarar hafi verið um borð í vélinni. Þá voru 24 frá Búrkína Fasó, fjórir Líbanir, fjórir Alsíringar, tveir Lúxemborgarar, einn Belgi, einn Svisslendingur, einn Nígeríumaður, einn Kamerúni, einn Úkraínumaður og einn Rúmeni. Áhafnarmeðlimir vélarinnar voru spænskir. Líbönsk yfirvöld fullyrða hins vegar að tíu Líbanir hið minnsta hafi verið um borð í vélinni.110 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni sem var á leið til Algeirsborgar frá höfuðborg Búrkína Fasó.Kort/BBCIssa Saly Maiga, yfirmaður malískra flugstjórnaryfirvalda, segir leit nú standa yfir að flaki vélarinnar. „Við vitum ekki hvort vélin sé á malísku yfirráðasvæði. Flugstjórnaryfirvöld hafa tilkynnt yfirvöldum í Búrkína Fasó, Malí, Níger, Alsír og einnig Spáni um málið.“ Stjórnstöð missti samband við vélina nærri malíska bænum Gao, um 500 kílómetrum frá frá alsírsku landamærunum. Bað flugmaðurinn um að fá að taka krók vegna slæms skyggnis og til að forðast árekstur við aðra vél á leið frá Algeirsborg til Bamoko, höfuðborgar Malí. Misstu menn samband við vélina fljótlega eftir að hún breytti um flugleið.Skrifstofur flugfélagsins í Algeirsborg, höfuðborg Alsír.Vísir/AFPTalsmaður franska hersins segir tvær herþotur á vegum franska hersins nú leita flaksins. Þá hafa nígerskir heimildarmenn Reuters sagt að vélar á vegum nígerska yfirvalda fljúga yfir svæði á landamærum Níger og Malí í leit að vélinni. Vélin, sem er af gerðinni MD-83, var á leigu frá spænska flugfélaginu Swiftair. Á vef Marca segir að umrædd vél hafi á árunum 2007 til 2008 verið leigð spænska knattspyrnuliðinu Real Madrid. Var vélin á þeim tíma nefnd „Örin“. Á vef BBC segir að hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í Malí telji vélina hafa hrapað milli bæjanna Gao og Tessalit. Svæðið er sérstaklega dreifbýlt, enda í miðri Sahara-eyðimörkinni. Að sögn Koko Essien hershöfðingja á veðrið á svæðinu að hafa verið slæmt. Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna finnast einnig á svæðinu, en Essien segir líklegra að óveðrið hafi orsakað slysið.Vélar frá Air Algérie, sem er ríkisflugfélag Alsír. Það var stofnað árið 1947 og starfar út um allan heim.Vísir/AFPAir Algerie/Swiftair flight #AH5017 EC-LTV is now confirmed crashed in Niger. Still no info about passengers and crew pic.twitter.com/rq0YwHsXxQ— Flightradar24 (@flightradar24) July 24, 2014 Tengdar fréttir Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Alsírska vélin AH5017 hrapaði að sögn alsírskra flugyfirvalda. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Heimildarmaður vildi þó ekki tjá sig um hvar vélin hrapaði eða hvað olli slysinu. Flightradar24 segir í tísti að vélin hafi hrapað í Níger, en utanríkisráðherra Frakklands segir hana hafa hrapað í norðurhluta Malí. 116 manns voru um borð í vélinni, en enn hafa ekki borist fréttir um hvort einhver hafi komist lífs af. Vélin var á leið frá Ouagadougou, höfuðborgar Búrkína Fasó, til Algeirsborgar, höfuðborgar Alsírs. Flugfélagið hefur staðfest að fimmtíu franskir ríkisborgarar hafi verið um borð í vélinni. Þá voru 24 frá Búrkína Fasó, fjórir Líbanir, fjórir Alsíringar, tveir Lúxemborgarar, einn Belgi, einn Svisslendingur, einn Nígeríumaður, einn Kamerúni, einn Úkraínumaður og einn Rúmeni. Áhafnarmeðlimir vélarinnar voru spænskir. Líbönsk yfirvöld fullyrða hins vegar að tíu Líbanir hið minnsta hafi verið um borð í vélinni.110 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni sem var á leið til Algeirsborgar frá höfuðborg Búrkína Fasó.Kort/BBCIssa Saly Maiga, yfirmaður malískra flugstjórnaryfirvalda, segir leit nú standa yfir að flaki vélarinnar. „Við vitum ekki hvort vélin sé á malísku yfirráðasvæði. Flugstjórnaryfirvöld hafa tilkynnt yfirvöldum í Búrkína Fasó, Malí, Níger, Alsír og einnig Spáni um málið.“ Stjórnstöð missti samband við vélina nærri malíska bænum Gao, um 500 kílómetrum frá frá alsírsku landamærunum. Bað flugmaðurinn um að fá að taka krók vegna slæms skyggnis og til að forðast árekstur við aðra vél á leið frá Algeirsborg til Bamoko, höfuðborgar Malí. Misstu menn samband við vélina fljótlega eftir að hún breytti um flugleið.Skrifstofur flugfélagsins í Algeirsborg, höfuðborg Alsír.Vísir/AFPTalsmaður franska hersins segir tvær herþotur á vegum franska hersins nú leita flaksins. Þá hafa nígerskir heimildarmenn Reuters sagt að vélar á vegum nígerska yfirvalda fljúga yfir svæði á landamærum Níger og Malí í leit að vélinni. Vélin, sem er af gerðinni MD-83, var á leigu frá spænska flugfélaginu Swiftair. Á vef Marca segir að umrædd vél hafi á árunum 2007 til 2008 verið leigð spænska knattspyrnuliðinu Real Madrid. Var vélin á þeim tíma nefnd „Örin“. Á vef BBC segir að hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í Malí telji vélina hafa hrapað milli bæjanna Gao og Tessalit. Svæðið er sérstaklega dreifbýlt, enda í miðri Sahara-eyðimörkinni. Að sögn Koko Essien hershöfðingja á veðrið á svæðinu að hafa verið slæmt. Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna finnast einnig á svæðinu, en Essien segir líklegra að óveðrið hafi orsakað slysið.Vélar frá Air Algérie, sem er ríkisflugfélag Alsír. Það var stofnað árið 1947 og starfar út um allan heim.Vísir/AFPAir Algerie/Swiftair flight #AH5017 EC-LTV is now confirmed crashed in Niger. Still no info about passengers and crew pic.twitter.com/rq0YwHsXxQ— Flightradar24 (@flightradar24) July 24, 2014
Tengdar fréttir Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56