Staðfesta að alsírska vélin hrapaði með 116 manns innanborðs Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2014 13:08 Hér má sjá nýlega mynd af vélinni. Hún er í eigu spænska flugfélagsins Swift Air en í leigu hjá Air Algerie. Vísir/AP Alsírska vélin AH5017 hrapaði að sögn alsírskra flugyfirvalda. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Heimildarmaður vildi þó ekki tjá sig um hvar vélin hrapaði eða hvað olli slysinu. Flightradar24 segir í tísti að vélin hafi hrapað í Níger, en utanríkisráðherra Frakklands segir hana hafa hrapað í norðurhluta Malí. 116 manns voru um borð í vélinni, en enn hafa ekki borist fréttir um hvort einhver hafi komist lífs af. Vélin var á leið frá Ouagadougou, höfuðborgar Búrkína Fasó, til Algeirsborgar, höfuðborgar Alsírs. Flugfélagið hefur staðfest að fimmtíu franskir ríkisborgarar hafi verið um borð í vélinni. Þá voru 24 frá Búrkína Fasó, fjórir Líbanir, fjórir Alsíringar, tveir Lúxemborgarar, einn Belgi, einn Svisslendingur, einn Nígeríumaður, einn Kamerúni, einn Úkraínumaður og einn Rúmeni. Áhafnarmeðlimir vélarinnar voru spænskir. Líbönsk yfirvöld fullyrða hins vegar að tíu Líbanir hið minnsta hafi verið um borð í vélinni.110 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni sem var á leið til Algeirsborgar frá höfuðborg Búrkína Fasó.Kort/BBCIssa Saly Maiga, yfirmaður malískra flugstjórnaryfirvalda, segir leit nú standa yfir að flaki vélarinnar. „Við vitum ekki hvort vélin sé á malísku yfirráðasvæði. Flugstjórnaryfirvöld hafa tilkynnt yfirvöldum í Búrkína Fasó, Malí, Níger, Alsír og einnig Spáni um málið.“ Stjórnstöð missti samband við vélina nærri malíska bænum Gao, um 500 kílómetrum frá frá alsírsku landamærunum. Bað flugmaðurinn um að fá að taka krók vegna slæms skyggnis og til að forðast árekstur við aðra vél á leið frá Algeirsborg til Bamoko, höfuðborgar Malí. Misstu menn samband við vélina fljótlega eftir að hún breytti um flugleið.Skrifstofur flugfélagsins í Algeirsborg, höfuðborg Alsír.Vísir/AFPTalsmaður franska hersins segir tvær herþotur á vegum franska hersins nú leita flaksins. Þá hafa nígerskir heimildarmenn Reuters sagt að vélar á vegum nígerska yfirvalda fljúga yfir svæði á landamærum Níger og Malí í leit að vélinni. Vélin, sem er af gerðinni MD-83, var á leigu frá spænska flugfélaginu Swiftair. Á vef Marca segir að umrædd vél hafi á árunum 2007 til 2008 verið leigð spænska knattspyrnuliðinu Real Madrid. Var vélin á þeim tíma nefnd „Örin“. Á vef BBC segir að hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í Malí telji vélina hafa hrapað milli bæjanna Gao og Tessalit. Svæðið er sérstaklega dreifbýlt, enda í miðri Sahara-eyðimörkinni. Að sögn Koko Essien hershöfðingja á veðrið á svæðinu að hafa verið slæmt. Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna finnast einnig á svæðinu, en Essien segir líklegra að óveðrið hafi orsakað slysið.Vélar frá Air Algérie, sem er ríkisflugfélag Alsír. Það var stofnað árið 1947 og starfar út um allan heim.Vísir/AFPAir Algerie/Swiftair flight #AH5017 EC-LTV is now confirmed crashed in Niger. Still no info about passengers and crew pic.twitter.com/rq0YwHsXxQ— Flightradar24 (@flightradar24) July 24, 2014 Tengdar fréttir Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Alsírska vélin AH5017 hrapaði að sögn alsírskra flugyfirvalda. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Heimildarmaður vildi þó ekki tjá sig um hvar vélin hrapaði eða hvað olli slysinu. Flightradar24 segir í tísti að vélin hafi hrapað í Níger, en utanríkisráðherra Frakklands segir hana hafa hrapað í norðurhluta Malí. 116 manns voru um borð í vélinni, en enn hafa ekki borist fréttir um hvort einhver hafi komist lífs af. Vélin var á leið frá Ouagadougou, höfuðborgar Búrkína Fasó, til Algeirsborgar, höfuðborgar Alsírs. Flugfélagið hefur staðfest að fimmtíu franskir ríkisborgarar hafi verið um borð í vélinni. Þá voru 24 frá Búrkína Fasó, fjórir Líbanir, fjórir Alsíringar, tveir Lúxemborgarar, einn Belgi, einn Svisslendingur, einn Nígeríumaður, einn Kamerúni, einn Úkraínumaður og einn Rúmeni. Áhafnarmeðlimir vélarinnar voru spænskir. Líbönsk yfirvöld fullyrða hins vegar að tíu Líbanir hið minnsta hafi verið um borð í vélinni.110 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni sem var á leið til Algeirsborgar frá höfuðborg Búrkína Fasó.Kort/BBCIssa Saly Maiga, yfirmaður malískra flugstjórnaryfirvalda, segir leit nú standa yfir að flaki vélarinnar. „Við vitum ekki hvort vélin sé á malísku yfirráðasvæði. Flugstjórnaryfirvöld hafa tilkynnt yfirvöldum í Búrkína Fasó, Malí, Níger, Alsír og einnig Spáni um málið.“ Stjórnstöð missti samband við vélina nærri malíska bænum Gao, um 500 kílómetrum frá frá alsírsku landamærunum. Bað flugmaðurinn um að fá að taka krók vegna slæms skyggnis og til að forðast árekstur við aðra vél á leið frá Algeirsborg til Bamoko, höfuðborgar Malí. Misstu menn samband við vélina fljótlega eftir að hún breytti um flugleið.Skrifstofur flugfélagsins í Algeirsborg, höfuðborg Alsír.Vísir/AFPTalsmaður franska hersins segir tvær herþotur á vegum franska hersins nú leita flaksins. Þá hafa nígerskir heimildarmenn Reuters sagt að vélar á vegum nígerska yfirvalda fljúga yfir svæði á landamærum Níger og Malí í leit að vélinni. Vélin, sem er af gerðinni MD-83, var á leigu frá spænska flugfélaginu Swiftair. Á vef Marca segir að umrædd vél hafi á árunum 2007 til 2008 verið leigð spænska knattspyrnuliðinu Real Madrid. Var vélin á þeim tíma nefnd „Örin“. Á vef BBC segir að hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í Malí telji vélina hafa hrapað milli bæjanna Gao og Tessalit. Svæðið er sérstaklega dreifbýlt, enda í miðri Sahara-eyðimörkinni. Að sögn Koko Essien hershöfðingja á veðrið á svæðinu að hafa verið slæmt. Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna finnast einnig á svæðinu, en Essien segir líklegra að óveðrið hafi orsakað slysið.Vélar frá Air Algérie, sem er ríkisflugfélag Alsír. Það var stofnað árið 1947 og starfar út um allan heim.Vísir/AFPAir Algerie/Swiftair flight #AH5017 EC-LTV is now confirmed crashed in Niger. Still no info about passengers and crew pic.twitter.com/rq0YwHsXxQ— Flightradar24 (@flightradar24) July 24, 2014
Tengdar fréttir Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56