Staðfesta að alsírska vélin hrapaði með 116 manns innanborðs Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2014 13:08 Hér má sjá nýlega mynd af vélinni. Hún er í eigu spænska flugfélagsins Swift Air en í leigu hjá Air Algerie. Vísir/AP Alsírska vélin AH5017 hrapaði að sögn alsírskra flugyfirvalda. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Heimildarmaður vildi þó ekki tjá sig um hvar vélin hrapaði eða hvað olli slysinu. Flightradar24 segir í tísti að vélin hafi hrapað í Níger, en utanríkisráðherra Frakklands segir hana hafa hrapað í norðurhluta Malí. 116 manns voru um borð í vélinni, en enn hafa ekki borist fréttir um hvort einhver hafi komist lífs af. Vélin var á leið frá Ouagadougou, höfuðborgar Búrkína Fasó, til Algeirsborgar, höfuðborgar Alsírs. Flugfélagið hefur staðfest að fimmtíu franskir ríkisborgarar hafi verið um borð í vélinni. Þá voru 24 frá Búrkína Fasó, fjórir Líbanir, fjórir Alsíringar, tveir Lúxemborgarar, einn Belgi, einn Svisslendingur, einn Nígeríumaður, einn Kamerúni, einn Úkraínumaður og einn Rúmeni. Áhafnarmeðlimir vélarinnar voru spænskir. Líbönsk yfirvöld fullyrða hins vegar að tíu Líbanir hið minnsta hafi verið um borð í vélinni.110 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni sem var á leið til Algeirsborgar frá höfuðborg Búrkína Fasó.Kort/BBCIssa Saly Maiga, yfirmaður malískra flugstjórnaryfirvalda, segir leit nú standa yfir að flaki vélarinnar. „Við vitum ekki hvort vélin sé á malísku yfirráðasvæði. Flugstjórnaryfirvöld hafa tilkynnt yfirvöldum í Búrkína Fasó, Malí, Níger, Alsír og einnig Spáni um málið.“ Stjórnstöð missti samband við vélina nærri malíska bænum Gao, um 500 kílómetrum frá frá alsírsku landamærunum. Bað flugmaðurinn um að fá að taka krók vegna slæms skyggnis og til að forðast árekstur við aðra vél á leið frá Algeirsborg til Bamoko, höfuðborgar Malí. Misstu menn samband við vélina fljótlega eftir að hún breytti um flugleið.Skrifstofur flugfélagsins í Algeirsborg, höfuðborg Alsír.Vísir/AFPTalsmaður franska hersins segir tvær herþotur á vegum franska hersins nú leita flaksins. Þá hafa nígerskir heimildarmenn Reuters sagt að vélar á vegum nígerska yfirvalda fljúga yfir svæði á landamærum Níger og Malí í leit að vélinni. Vélin, sem er af gerðinni MD-83, var á leigu frá spænska flugfélaginu Swiftair. Á vef Marca segir að umrædd vél hafi á árunum 2007 til 2008 verið leigð spænska knattspyrnuliðinu Real Madrid. Var vélin á þeim tíma nefnd „Örin“. Á vef BBC segir að hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í Malí telji vélina hafa hrapað milli bæjanna Gao og Tessalit. Svæðið er sérstaklega dreifbýlt, enda í miðri Sahara-eyðimörkinni. Að sögn Koko Essien hershöfðingja á veðrið á svæðinu að hafa verið slæmt. Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna finnast einnig á svæðinu, en Essien segir líklegra að óveðrið hafi orsakað slysið.Vélar frá Air Algérie, sem er ríkisflugfélag Alsír. Það var stofnað árið 1947 og starfar út um allan heim.Vísir/AFPAir Algerie/Swiftair flight #AH5017 EC-LTV is now confirmed crashed in Niger. Still no info about passengers and crew pic.twitter.com/rq0YwHsXxQ— Flightradar24 (@flightradar24) July 24, 2014 Tengdar fréttir Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Alsírska vélin AH5017 hrapaði að sögn alsírskra flugyfirvalda. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Heimildarmaður vildi þó ekki tjá sig um hvar vélin hrapaði eða hvað olli slysinu. Flightradar24 segir í tísti að vélin hafi hrapað í Níger, en utanríkisráðherra Frakklands segir hana hafa hrapað í norðurhluta Malí. 116 manns voru um borð í vélinni, en enn hafa ekki borist fréttir um hvort einhver hafi komist lífs af. Vélin var á leið frá Ouagadougou, höfuðborgar Búrkína Fasó, til Algeirsborgar, höfuðborgar Alsírs. Flugfélagið hefur staðfest að fimmtíu franskir ríkisborgarar hafi verið um borð í vélinni. Þá voru 24 frá Búrkína Fasó, fjórir Líbanir, fjórir Alsíringar, tveir Lúxemborgarar, einn Belgi, einn Svisslendingur, einn Nígeríumaður, einn Kamerúni, einn Úkraínumaður og einn Rúmeni. Áhafnarmeðlimir vélarinnar voru spænskir. Líbönsk yfirvöld fullyrða hins vegar að tíu Líbanir hið minnsta hafi verið um borð í vélinni.110 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni sem var á leið til Algeirsborgar frá höfuðborg Búrkína Fasó.Kort/BBCIssa Saly Maiga, yfirmaður malískra flugstjórnaryfirvalda, segir leit nú standa yfir að flaki vélarinnar. „Við vitum ekki hvort vélin sé á malísku yfirráðasvæði. Flugstjórnaryfirvöld hafa tilkynnt yfirvöldum í Búrkína Fasó, Malí, Níger, Alsír og einnig Spáni um málið.“ Stjórnstöð missti samband við vélina nærri malíska bænum Gao, um 500 kílómetrum frá frá alsírsku landamærunum. Bað flugmaðurinn um að fá að taka krók vegna slæms skyggnis og til að forðast árekstur við aðra vél á leið frá Algeirsborg til Bamoko, höfuðborgar Malí. Misstu menn samband við vélina fljótlega eftir að hún breytti um flugleið.Skrifstofur flugfélagsins í Algeirsborg, höfuðborg Alsír.Vísir/AFPTalsmaður franska hersins segir tvær herþotur á vegum franska hersins nú leita flaksins. Þá hafa nígerskir heimildarmenn Reuters sagt að vélar á vegum nígerska yfirvalda fljúga yfir svæði á landamærum Níger og Malí í leit að vélinni. Vélin, sem er af gerðinni MD-83, var á leigu frá spænska flugfélaginu Swiftair. Á vef Marca segir að umrædd vél hafi á árunum 2007 til 2008 verið leigð spænska knattspyrnuliðinu Real Madrid. Var vélin á þeim tíma nefnd „Örin“. Á vef BBC segir að hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í Malí telji vélina hafa hrapað milli bæjanna Gao og Tessalit. Svæðið er sérstaklega dreifbýlt, enda í miðri Sahara-eyðimörkinni. Að sögn Koko Essien hershöfðingja á veðrið á svæðinu að hafa verið slæmt. Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna finnast einnig á svæðinu, en Essien segir líklegra að óveðrið hafi orsakað slysið.Vélar frá Air Algérie, sem er ríkisflugfélag Alsír. Það var stofnað árið 1947 og starfar út um allan heim.Vísir/AFPAir Algerie/Swiftair flight #AH5017 EC-LTV is now confirmed crashed in Niger. Still no info about passengers and crew pic.twitter.com/rq0YwHsXxQ— Flightradar24 (@flightradar24) July 24, 2014
Tengdar fréttir Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56