Staðfesta að alsírska vélin hrapaði með 116 manns innanborðs Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2014 13:08 Hér má sjá nýlega mynd af vélinni. Hún er í eigu spænska flugfélagsins Swift Air en í leigu hjá Air Algerie. Vísir/AP Alsírska vélin AH5017 hrapaði að sögn alsírskra flugyfirvalda. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Heimildarmaður vildi þó ekki tjá sig um hvar vélin hrapaði eða hvað olli slysinu. Flightradar24 segir í tísti að vélin hafi hrapað í Níger, en utanríkisráðherra Frakklands segir hana hafa hrapað í norðurhluta Malí. 116 manns voru um borð í vélinni, en enn hafa ekki borist fréttir um hvort einhver hafi komist lífs af. Vélin var á leið frá Ouagadougou, höfuðborgar Búrkína Fasó, til Algeirsborgar, höfuðborgar Alsírs. Flugfélagið hefur staðfest að fimmtíu franskir ríkisborgarar hafi verið um borð í vélinni. Þá voru 24 frá Búrkína Fasó, fjórir Líbanir, fjórir Alsíringar, tveir Lúxemborgarar, einn Belgi, einn Svisslendingur, einn Nígeríumaður, einn Kamerúni, einn Úkraínumaður og einn Rúmeni. Áhafnarmeðlimir vélarinnar voru spænskir. Líbönsk yfirvöld fullyrða hins vegar að tíu Líbanir hið minnsta hafi verið um borð í vélinni.110 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni sem var á leið til Algeirsborgar frá höfuðborg Búrkína Fasó.Kort/BBCIssa Saly Maiga, yfirmaður malískra flugstjórnaryfirvalda, segir leit nú standa yfir að flaki vélarinnar. „Við vitum ekki hvort vélin sé á malísku yfirráðasvæði. Flugstjórnaryfirvöld hafa tilkynnt yfirvöldum í Búrkína Fasó, Malí, Níger, Alsír og einnig Spáni um málið.“ Stjórnstöð missti samband við vélina nærri malíska bænum Gao, um 500 kílómetrum frá frá alsírsku landamærunum. Bað flugmaðurinn um að fá að taka krók vegna slæms skyggnis og til að forðast árekstur við aðra vél á leið frá Algeirsborg til Bamoko, höfuðborgar Malí. Misstu menn samband við vélina fljótlega eftir að hún breytti um flugleið.Skrifstofur flugfélagsins í Algeirsborg, höfuðborg Alsír.Vísir/AFPTalsmaður franska hersins segir tvær herþotur á vegum franska hersins nú leita flaksins. Þá hafa nígerskir heimildarmenn Reuters sagt að vélar á vegum nígerska yfirvalda fljúga yfir svæði á landamærum Níger og Malí í leit að vélinni. Vélin, sem er af gerðinni MD-83, var á leigu frá spænska flugfélaginu Swiftair. Á vef Marca segir að umrædd vél hafi á árunum 2007 til 2008 verið leigð spænska knattspyrnuliðinu Real Madrid. Var vélin á þeim tíma nefnd „Örin“. Á vef BBC segir að hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í Malí telji vélina hafa hrapað milli bæjanna Gao og Tessalit. Svæðið er sérstaklega dreifbýlt, enda í miðri Sahara-eyðimörkinni. Að sögn Koko Essien hershöfðingja á veðrið á svæðinu að hafa verið slæmt. Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna finnast einnig á svæðinu, en Essien segir líklegra að óveðrið hafi orsakað slysið.Vélar frá Air Algérie, sem er ríkisflugfélag Alsír. Það var stofnað árið 1947 og starfar út um allan heim.Vísir/AFPAir Algerie/Swiftair flight #AH5017 EC-LTV is now confirmed crashed in Niger. Still no info about passengers and crew pic.twitter.com/rq0YwHsXxQ— Flightradar24 (@flightradar24) July 24, 2014 Tengdar fréttir Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Alsírska vélin AH5017 hrapaði að sögn alsírskra flugyfirvalda. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Heimildarmaður vildi þó ekki tjá sig um hvar vélin hrapaði eða hvað olli slysinu. Flightradar24 segir í tísti að vélin hafi hrapað í Níger, en utanríkisráðherra Frakklands segir hana hafa hrapað í norðurhluta Malí. 116 manns voru um borð í vélinni, en enn hafa ekki borist fréttir um hvort einhver hafi komist lífs af. Vélin var á leið frá Ouagadougou, höfuðborgar Búrkína Fasó, til Algeirsborgar, höfuðborgar Alsírs. Flugfélagið hefur staðfest að fimmtíu franskir ríkisborgarar hafi verið um borð í vélinni. Þá voru 24 frá Búrkína Fasó, fjórir Líbanir, fjórir Alsíringar, tveir Lúxemborgarar, einn Belgi, einn Svisslendingur, einn Nígeríumaður, einn Kamerúni, einn Úkraínumaður og einn Rúmeni. Áhafnarmeðlimir vélarinnar voru spænskir. Líbönsk yfirvöld fullyrða hins vegar að tíu Líbanir hið minnsta hafi verið um borð í vélinni.110 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni sem var á leið til Algeirsborgar frá höfuðborg Búrkína Fasó.Kort/BBCIssa Saly Maiga, yfirmaður malískra flugstjórnaryfirvalda, segir leit nú standa yfir að flaki vélarinnar. „Við vitum ekki hvort vélin sé á malísku yfirráðasvæði. Flugstjórnaryfirvöld hafa tilkynnt yfirvöldum í Búrkína Fasó, Malí, Níger, Alsír og einnig Spáni um málið.“ Stjórnstöð missti samband við vélina nærri malíska bænum Gao, um 500 kílómetrum frá frá alsírsku landamærunum. Bað flugmaðurinn um að fá að taka krók vegna slæms skyggnis og til að forðast árekstur við aðra vél á leið frá Algeirsborg til Bamoko, höfuðborgar Malí. Misstu menn samband við vélina fljótlega eftir að hún breytti um flugleið.Skrifstofur flugfélagsins í Algeirsborg, höfuðborg Alsír.Vísir/AFPTalsmaður franska hersins segir tvær herþotur á vegum franska hersins nú leita flaksins. Þá hafa nígerskir heimildarmenn Reuters sagt að vélar á vegum nígerska yfirvalda fljúga yfir svæði á landamærum Níger og Malí í leit að vélinni. Vélin, sem er af gerðinni MD-83, var á leigu frá spænska flugfélaginu Swiftair. Á vef Marca segir að umrædd vél hafi á árunum 2007 til 2008 verið leigð spænska knattspyrnuliðinu Real Madrid. Var vélin á þeim tíma nefnd „Örin“. Á vef BBC segir að hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í Malí telji vélina hafa hrapað milli bæjanna Gao og Tessalit. Svæðið er sérstaklega dreifbýlt, enda í miðri Sahara-eyðimörkinni. Að sögn Koko Essien hershöfðingja á veðrið á svæðinu að hafa verið slæmt. Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna finnast einnig á svæðinu, en Essien segir líklegra að óveðrið hafi orsakað slysið.Vélar frá Air Algérie, sem er ríkisflugfélag Alsír. Það var stofnað árið 1947 og starfar út um allan heim.Vísir/AFPAir Algerie/Swiftair flight #AH5017 EC-LTV is now confirmed crashed in Niger. Still no info about passengers and crew pic.twitter.com/rq0YwHsXxQ— Flightradar24 (@flightradar24) July 24, 2014
Tengdar fréttir Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56