Stefán Eiríksson tvíræður á Twitter Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2014 15:06 Stefán deildi laginu á Twitter-síðu sinni á laugardag. Tilviljun? VÍSIR/STEFÁN „Þetta hefur lengi verið uppáhaldslagið mitt með Bítlunum og ekki skemmir fyrir að í texta lagsins er minnst á mann sem er að hætta í löggunni,“ segir Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, um lag Bítlanna „She Came In Through the Bathroom Window“ sem hann deildi á Twitter-síðu sinni á laugardag. Uppsögn Stefáns hjá lögreglunni hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu og þá sérstaklega í tengslum við meinta ástæðu hennar. DV hélt því fram í dag að hana megi rekja til afskipta innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, af rannsókn lögreglunnar á ráðuneyti hennar í Lekamálinu svokallaða.Því hafa ýmsar spurningar vaknað um af hverju Stefán hafi deilt þessu tiltekna lagi með fylgjendum sínum á Twitter af þeim rúmlega tvö hundruð sem Bítlarnir gáfu út á meðan þeir voru starfandi - og þá sérstaklega í ljósi texta þess.Hér má sjá texta lagsins í heild sinni.Fyrsta erindi lagsins er til að mynda á þessa leið:She came in through the bathroom windowProtected by a silver spoonBut now she sucks her thumb and wandersBy the banks of her own lagoonog síðar í laginu syngur Paul McCartney:And so I quit the police departmentAnd got myself a steady jobAnd though she tried her best to help meShe could steal but she could not rob Ekki um algjöra tilviljun að ræða Stefán segir í samtali við Vísi að varlega skuli fara í það að túlka færslu hans á Twitter meira en þurfa þykir. Honum þyki lagið einfaldlega skemmtilegt. Hann skellti upp úr þegar blaðamaður spurði hann hvort stelpan með silfurskeiðina í texta lagsins væri vísun til sjálfstæðiskonunnar Hönnu Birnu. „Nei, það held ég nú ekki,“ segir Stefán en bætti við að þó væri ekki algjör tilviljun að hann hafi deilt laginu á þessum tímapunkti. „Það er maður sem hættir í lögreglunni í laginu, rétt eins og ég.“ Hér að neðan má hlýða á lag Bítlanna og sjá færslu Stefáns Eiríkssonar.Hér kemur eitt af mínum uppáhaldslögum með Bítlunum. https://t.co/wHbBgHKXpp— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 26, 2014 Tengdar fréttir Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
„Þetta hefur lengi verið uppáhaldslagið mitt með Bítlunum og ekki skemmir fyrir að í texta lagsins er minnst á mann sem er að hætta í löggunni,“ segir Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, um lag Bítlanna „She Came In Through the Bathroom Window“ sem hann deildi á Twitter-síðu sinni á laugardag. Uppsögn Stefáns hjá lögreglunni hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu og þá sérstaklega í tengslum við meinta ástæðu hennar. DV hélt því fram í dag að hana megi rekja til afskipta innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, af rannsókn lögreglunnar á ráðuneyti hennar í Lekamálinu svokallaða.Því hafa ýmsar spurningar vaknað um af hverju Stefán hafi deilt þessu tiltekna lagi með fylgjendum sínum á Twitter af þeim rúmlega tvö hundruð sem Bítlarnir gáfu út á meðan þeir voru starfandi - og þá sérstaklega í ljósi texta þess.Hér má sjá texta lagsins í heild sinni.Fyrsta erindi lagsins er til að mynda á þessa leið:She came in through the bathroom windowProtected by a silver spoonBut now she sucks her thumb and wandersBy the banks of her own lagoonog síðar í laginu syngur Paul McCartney:And so I quit the police departmentAnd got myself a steady jobAnd though she tried her best to help meShe could steal but she could not rob Ekki um algjöra tilviljun að ræða Stefán segir í samtali við Vísi að varlega skuli fara í það að túlka færslu hans á Twitter meira en þurfa þykir. Honum þyki lagið einfaldlega skemmtilegt. Hann skellti upp úr þegar blaðamaður spurði hann hvort stelpan með silfurskeiðina í texta lagsins væri vísun til sjálfstæðiskonunnar Hönnu Birnu. „Nei, það held ég nú ekki,“ segir Stefán en bætti við að þó væri ekki algjör tilviljun að hann hafi deilt laginu á þessum tímapunkti. „Það er maður sem hættir í lögreglunni í laginu, rétt eins og ég.“ Hér að neðan má hlýða á lag Bítlanna og sjá færslu Stefáns Eiríkssonar.Hér kemur eitt af mínum uppáhaldslögum með Bítlunum. https://t.co/wHbBgHKXpp— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 26, 2014
Tengdar fréttir Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16