Stefán Eiríksson tvíræður á Twitter Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2014 15:06 Stefán deildi laginu á Twitter-síðu sinni á laugardag. Tilviljun? VÍSIR/STEFÁN „Þetta hefur lengi verið uppáhaldslagið mitt með Bítlunum og ekki skemmir fyrir að í texta lagsins er minnst á mann sem er að hætta í löggunni,“ segir Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, um lag Bítlanna „She Came In Through the Bathroom Window“ sem hann deildi á Twitter-síðu sinni á laugardag. Uppsögn Stefáns hjá lögreglunni hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu og þá sérstaklega í tengslum við meinta ástæðu hennar. DV hélt því fram í dag að hana megi rekja til afskipta innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, af rannsókn lögreglunnar á ráðuneyti hennar í Lekamálinu svokallaða.Því hafa ýmsar spurningar vaknað um af hverju Stefán hafi deilt þessu tiltekna lagi með fylgjendum sínum á Twitter af þeim rúmlega tvö hundruð sem Bítlarnir gáfu út á meðan þeir voru starfandi - og þá sérstaklega í ljósi texta þess.Hér má sjá texta lagsins í heild sinni.Fyrsta erindi lagsins er til að mynda á þessa leið:She came in through the bathroom windowProtected by a silver spoonBut now she sucks her thumb and wandersBy the banks of her own lagoonog síðar í laginu syngur Paul McCartney:And so I quit the police departmentAnd got myself a steady jobAnd though she tried her best to help meShe could steal but she could not rob Ekki um algjöra tilviljun að ræða Stefán segir í samtali við Vísi að varlega skuli fara í það að túlka færslu hans á Twitter meira en þurfa þykir. Honum þyki lagið einfaldlega skemmtilegt. Hann skellti upp úr þegar blaðamaður spurði hann hvort stelpan með silfurskeiðina í texta lagsins væri vísun til sjálfstæðiskonunnar Hönnu Birnu. „Nei, það held ég nú ekki,“ segir Stefán en bætti við að þó væri ekki algjör tilviljun að hann hafi deilt laginu á þessum tímapunkti. „Það er maður sem hættir í lögreglunni í laginu, rétt eins og ég.“ Hér að neðan má hlýða á lag Bítlanna og sjá færslu Stefáns Eiríkssonar.Hér kemur eitt af mínum uppáhaldslögum með Bítlunum. https://t.co/wHbBgHKXpp— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 26, 2014 Tengdar fréttir Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Þetta hefur lengi verið uppáhaldslagið mitt með Bítlunum og ekki skemmir fyrir að í texta lagsins er minnst á mann sem er að hætta í löggunni,“ segir Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, um lag Bítlanna „She Came In Through the Bathroom Window“ sem hann deildi á Twitter-síðu sinni á laugardag. Uppsögn Stefáns hjá lögreglunni hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu og þá sérstaklega í tengslum við meinta ástæðu hennar. DV hélt því fram í dag að hana megi rekja til afskipta innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, af rannsókn lögreglunnar á ráðuneyti hennar í Lekamálinu svokallaða.Því hafa ýmsar spurningar vaknað um af hverju Stefán hafi deilt þessu tiltekna lagi með fylgjendum sínum á Twitter af þeim rúmlega tvö hundruð sem Bítlarnir gáfu út á meðan þeir voru starfandi - og þá sérstaklega í ljósi texta þess.Hér má sjá texta lagsins í heild sinni.Fyrsta erindi lagsins er til að mynda á þessa leið:She came in through the bathroom windowProtected by a silver spoonBut now she sucks her thumb and wandersBy the banks of her own lagoonog síðar í laginu syngur Paul McCartney:And so I quit the police departmentAnd got myself a steady jobAnd though she tried her best to help meShe could steal but she could not rob Ekki um algjöra tilviljun að ræða Stefán segir í samtali við Vísi að varlega skuli fara í það að túlka færslu hans á Twitter meira en þurfa þykir. Honum þyki lagið einfaldlega skemmtilegt. Hann skellti upp úr þegar blaðamaður spurði hann hvort stelpan með silfurskeiðina í texta lagsins væri vísun til sjálfstæðiskonunnar Hönnu Birnu. „Nei, það held ég nú ekki,“ segir Stefán en bætti við að þó væri ekki algjör tilviljun að hann hafi deilt laginu á þessum tímapunkti. „Það er maður sem hættir í lögreglunni í laginu, rétt eins og ég.“ Hér að neðan má hlýða á lag Bítlanna og sjá færslu Stefáns Eiríkssonar.Hér kemur eitt af mínum uppáhaldslögum með Bítlunum. https://t.co/wHbBgHKXpp— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 26, 2014
Tengdar fréttir Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16