Innlent

Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun"

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stefán var að rannsaka lekamálið svokallaða sem DV hefur lengi fjallað um.
Stefán var að rannsaka lekamálið svokallaða sem DV hefur lengi fjallað um. Vísir/Samsett
Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri tísti á Twitter-síðu sinni í dag:

„Sótti um nýtt og áhugavert starf fyrir stuttu og fékk, enda tímabært að skipta um starfsvettvang. Ekkert annað réð þeirri ákvörðun."

Vísar tístið væntanlega til fréttar DV þar sem Stefán er sagður hafa sagt upp starfi sínu vegna afskipta innanríkisráðherra af lögreglurannsókn.

Í umræddri frétt DV var því haldið fram að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefði kallað Stefán á teppið og hótað honum ítrekað í tengslum við rannsókn embættisins á lekamálinu svokallaða.

Stefán Eiríksson hefur ekki í samskiptum sínum við fjölmiðla í dag borið afdráttarlausar staðhæfingar DV til baka. Hann hefur heldur ekki hafnað ásökunum fjölmiðla um meint afskipti ráðherra af rannsókninni, þrátt fyrir að honum hafi gefist tækifæri til.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.