Stefán Eiríksson tvíræður á Twitter Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2014 15:06 Stefán deildi laginu á Twitter-síðu sinni á laugardag. Tilviljun? VÍSIR/STEFÁN „Þetta hefur lengi verið uppáhaldslagið mitt með Bítlunum og ekki skemmir fyrir að í texta lagsins er minnst á mann sem er að hætta í löggunni,“ segir Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, um lag Bítlanna „She Came In Through the Bathroom Window“ sem hann deildi á Twitter-síðu sinni á laugardag. Uppsögn Stefáns hjá lögreglunni hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu og þá sérstaklega í tengslum við meinta ástæðu hennar. DV hélt því fram í dag að hana megi rekja til afskipta innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, af rannsókn lögreglunnar á ráðuneyti hennar í Lekamálinu svokallaða.Því hafa ýmsar spurningar vaknað um af hverju Stefán hafi deilt þessu tiltekna lagi með fylgjendum sínum á Twitter af þeim rúmlega tvö hundruð sem Bítlarnir gáfu út á meðan þeir voru starfandi - og þá sérstaklega í ljósi texta þess.Hér má sjá texta lagsins í heild sinni.Fyrsta erindi lagsins er til að mynda á þessa leið:She came in through the bathroom windowProtected by a silver spoonBut now she sucks her thumb and wandersBy the banks of her own lagoonog síðar í laginu syngur Paul McCartney:And so I quit the police departmentAnd got myself a steady jobAnd though she tried her best to help meShe could steal but she could not rob Ekki um algjöra tilviljun að ræða Stefán segir í samtali við Vísi að varlega skuli fara í það að túlka færslu hans á Twitter meira en þurfa þykir. Honum þyki lagið einfaldlega skemmtilegt. Hann skellti upp úr þegar blaðamaður spurði hann hvort stelpan með silfurskeiðina í texta lagsins væri vísun til sjálfstæðiskonunnar Hönnu Birnu. „Nei, það held ég nú ekki,“ segir Stefán en bætti við að þó væri ekki algjör tilviljun að hann hafi deilt laginu á þessum tímapunkti. „Það er maður sem hættir í lögreglunni í laginu, rétt eins og ég.“ Hér að neðan má hlýða á lag Bítlanna og sjá færslu Stefáns Eiríkssonar.Hér kemur eitt af mínum uppáhaldslögum með Bítlunum. https://t.co/wHbBgHKXpp— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 26, 2014 Tengdar fréttir Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
„Þetta hefur lengi verið uppáhaldslagið mitt með Bítlunum og ekki skemmir fyrir að í texta lagsins er minnst á mann sem er að hætta í löggunni,“ segir Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, um lag Bítlanna „She Came In Through the Bathroom Window“ sem hann deildi á Twitter-síðu sinni á laugardag. Uppsögn Stefáns hjá lögreglunni hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu og þá sérstaklega í tengslum við meinta ástæðu hennar. DV hélt því fram í dag að hana megi rekja til afskipta innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, af rannsókn lögreglunnar á ráðuneyti hennar í Lekamálinu svokallaða.Því hafa ýmsar spurningar vaknað um af hverju Stefán hafi deilt þessu tiltekna lagi með fylgjendum sínum á Twitter af þeim rúmlega tvö hundruð sem Bítlarnir gáfu út á meðan þeir voru starfandi - og þá sérstaklega í ljósi texta þess.Hér má sjá texta lagsins í heild sinni.Fyrsta erindi lagsins er til að mynda á þessa leið:She came in through the bathroom windowProtected by a silver spoonBut now she sucks her thumb and wandersBy the banks of her own lagoonog síðar í laginu syngur Paul McCartney:And so I quit the police departmentAnd got myself a steady jobAnd though she tried her best to help meShe could steal but she could not rob Ekki um algjöra tilviljun að ræða Stefán segir í samtali við Vísi að varlega skuli fara í það að túlka færslu hans á Twitter meira en þurfa þykir. Honum þyki lagið einfaldlega skemmtilegt. Hann skellti upp úr þegar blaðamaður spurði hann hvort stelpan með silfurskeiðina í texta lagsins væri vísun til sjálfstæðiskonunnar Hönnu Birnu. „Nei, það held ég nú ekki,“ segir Stefán en bætti við að þó væri ekki algjör tilviljun að hann hafi deilt laginu á þessum tímapunkti. „Það er maður sem hættir í lögreglunni í laginu, rétt eins og ég.“ Hér að neðan má hlýða á lag Bítlanna og sjá færslu Stefáns Eiríkssonar.Hér kemur eitt af mínum uppáhaldslögum með Bítlunum. https://t.co/wHbBgHKXpp— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 26, 2014
Tengdar fréttir Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16