GÆS opnar á Bernhöftstorfu í sumar: "Þetta er draumurinn okkar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2014 20:30 Kaffihúsið GÆS er rekið af hópi fimm manns sem útskrifuð eru úr Háskóla Íslands úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Kaffihúsið var upphaflega í Tjarnarbíói en færir sig um set í sumar. Það verður nú í þessum litla kofa sem hópurinn málaði sjálfur í húsakynnum Bauhaus og fært var niður í bæ. „Hann kom á mánudagskvöldið og það var gríðarleg spenna hjá okkur. Við öskruðum og görguðum og hlógum eins og kjánar af því að við vorum orðin svo spennt sko,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, einn rekstraraðili kaffihússins. „Við höfum ástríðu fyrir því sem við erum að gera og við ætlum að vanda okkur. Mjög mikið. Við erum á fullu að undirbúa og það gengur bara ágætlega.“ Öll tilskilin leyfi hafa fengist fyrir húsið og Reykjavíkurborg kemur til með að leggja rafmagn í það í vikunni. Bíða þurfti eftir öllum leyfunum og voru þær stöllur orðnar ansi óþreyjufullar. „Við vorum alveg bara, er ekki leyfið að koma núna,“ segir Lára Steinarsdóttir, en hún er einnig á bakvið GÆS ásamt Steinunni og fleirum. „Steinunn sagði bara: „Hvenær kemur þetta leyfi?“ og við sögðum bara: „Þegar við erum búnar að mála þennan kofa þá kemur þetta leyfi.““ „Og það gerðist,“ bætir Steinunn við kát í bragði. Ekkert rennandi vatn er í húsinu en því var bjargað snarlega á meðan fréttamaður heimsótti vinkonurnar eins og sjá má í fréttinni hér að ofan á mínútu 15:30. „Við reiknum með að opna um helgina kannski, ef það er allt tilbúið þá á sunnudaginn,“ segir Lára. „Við lofum allavega að við opnum,“ bætir Steinunn við ef ekki tekst að klára kofann fyrir þann tíma. „Þetta er draumurinn okkar,“ segja þær. „Við ætlum að gera góða hluti hérna í sumar,“ segir Steinunn sem er mjög spennt fyrir verkefninu. „Við ætlum að glæða borgina lífi og gleðja alla sem vilja koma hingað.“ Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Kaffihúsið GÆS er rekið af hópi fimm manns sem útskrifuð eru úr Háskóla Íslands úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Kaffihúsið var upphaflega í Tjarnarbíói en færir sig um set í sumar. Það verður nú í þessum litla kofa sem hópurinn málaði sjálfur í húsakynnum Bauhaus og fært var niður í bæ. „Hann kom á mánudagskvöldið og það var gríðarleg spenna hjá okkur. Við öskruðum og görguðum og hlógum eins og kjánar af því að við vorum orðin svo spennt sko,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, einn rekstraraðili kaffihússins. „Við höfum ástríðu fyrir því sem við erum að gera og við ætlum að vanda okkur. Mjög mikið. Við erum á fullu að undirbúa og það gengur bara ágætlega.“ Öll tilskilin leyfi hafa fengist fyrir húsið og Reykjavíkurborg kemur til með að leggja rafmagn í það í vikunni. Bíða þurfti eftir öllum leyfunum og voru þær stöllur orðnar ansi óþreyjufullar. „Við vorum alveg bara, er ekki leyfið að koma núna,“ segir Lára Steinarsdóttir, en hún er einnig á bakvið GÆS ásamt Steinunni og fleirum. „Steinunn sagði bara: „Hvenær kemur þetta leyfi?“ og við sögðum bara: „Þegar við erum búnar að mála þennan kofa þá kemur þetta leyfi.““ „Og það gerðist,“ bætir Steinunn við kát í bragði. Ekkert rennandi vatn er í húsinu en því var bjargað snarlega á meðan fréttamaður heimsótti vinkonurnar eins og sjá má í fréttinni hér að ofan á mínútu 15:30. „Við reiknum með að opna um helgina kannski, ef það er allt tilbúið þá á sunnudaginn,“ segir Lára. „Við lofum allavega að við opnum,“ bætir Steinunn við ef ekki tekst að klára kofann fyrir þann tíma. „Þetta er draumurinn okkar,“ segja þær. „Við ætlum að gera góða hluti hérna í sumar,“ segir Steinunn sem er mjög spennt fyrir verkefninu. „Við ætlum að glæða borgina lífi og gleðja alla sem vilja koma hingað.“
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira