GÆS opnar á Bernhöftstorfu í sumar: "Þetta er draumurinn okkar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2014 20:30 Kaffihúsið GÆS er rekið af hópi fimm manns sem útskrifuð eru úr Háskóla Íslands úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Kaffihúsið var upphaflega í Tjarnarbíói en færir sig um set í sumar. Það verður nú í þessum litla kofa sem hópurinn málaði sjálfur í húsakynnum Bauhaus og fært var niður í bæ. „Hann kom á mánudagskvöldið og það var gríðarleg spenna hjá okkur. Við öskruðum og görguðum og hlógum eins og kjánar af því að við vorum orðin svo spennt sko,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, einn rekstraraðili kaffihússins. „Við höfum ástríðu fyrir því sem við erum að gera og við ætlum að vanda okkur. Mjög mikið. Við erum á fullu að undirbúa og það gengur bara ágætlega.“ Öll tilskilin leyfi hafa fengist fyrir húsið og Reykjavíkurborg kemur til með að leggja rafmagn í það í vikunni. Bíða þurfti eftir öllum leyfunum og voru þær stöllur orðnar ansi óþreyjufullar. „Við vorum alveg bara, er ekki leyfið að koma núna,“ segir Lára Steinarsdóttir, en hún er einnig á bakvið GÆS ásamt Steinunni og fleirum. „Steinunn sagði bara: „Hvenær kemur þetta leyfi?“ og við sögðum bara: „Þegar við erum búnar að mála þennan kofa þá kemur þetta leyfi.““ „Og það gerðist,“ bætir Steinunn við kát í bragði. Ekkert rennandi vatn er í húsinu en því var bjargað snarlega á meðan fréttamaður heimsótti vinkonurnar eins og sjá má í fréttinni hér að ofan á mínútu 15:30. „Við reiknum með að opna um helgina kannski, ef það er allt tilbúið þá á sunnudaginn,“ segir Lára. „Við lofum allavega að við opnum,“ bætir Steinunn við ef ekki tekst að klára kofann fyrir þann tíma. „Þetta er draumurinn okkar,“ segja þær. „Við ætlum að gera góða hluti hérna í sumar,“ segir Steinunn sem er mjög spennt fyrir verkefninu. „Við ætlum að glæða borgina lífi og gleðja alla sem vilja koma hingað.“ Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kaffihúsið GÆS er rekið af hópi fimm manns sem útskrifuð eru úr Háskóla Íslands úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Kaffihúsið var upphaflega í Tjarnarbíói en færir sig um set í sumar. Það verður nú í þessum litla kofa sem hópurinn málaði sjálfur í húsakynnum Bauhaus og fært var niður í bæ. „Hann kom á mánudagskvöldið og það var gríðarleg spenna hjá okkur. Við öskruðum og görguðum og hlógum eins og kjánar af því að við vorum orðin svo spennt sko,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, einn rekstraraðili kaffihússins. „Við höfum ástríðu fyrir því sem við erum að gera og við ætlum að vanda okkur. Mjög mikið. Við erum á fullu að undirbúa og það gengur bara ágætlega.“ Öll tilskilin leyfi hafa fengist fyrir húsið og Reykjavíkurborg kemur til með að leggja rafmagn í það í vikunni. Bíða þurfti eftir öllum leyfunum og voru þær stöllur orðnar ansi óþreyjufullar. „Við vorum alveg bara, er ekki leyfið að koma núna,“ segir Lára Steinarsdóttir, en hún er einnig á bakvið GÆS ásamt Steinunni og fleirum. „Steinunn sagði bara: „Hvenær kemur þetta leyfi?“ og við sögðum bara: „Þegar við erum búnar að mála þennan kofa þá kemur þetta leyfi.““ „Og það gerðist,“ bætir Steinunn við kát í bragði. Ekkert rennandi vatn er í húsinu en því var bjargað snarlega á meðan fréttamaður heimsótti vinkonurnar eins og sjá má í fréttinni hér að ofan á mínútu 15:30. „Við reiknum með að opna um helgina kannski, ef það er allt tilbúið þá á sunnudaginn,“ segir Lára. „Við lofum allavega að við opnum,“ bætir Steinunn við ef ekki tekst að klára kofann fyrir þann tíma. „Þetta er draumurinn okkar,“ segja þær. „Við ætlum að gera góða hluti hérna í sumar,“ segir Steinunn sem er mjög spennt fyrir verkefninu. „Við ætlum að glæða borgina lífi og gleðja alla sem vilja koma hingað.“
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira