30 þingmenn styðja áfengi í verslanir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júlí 2014 20:00 þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Verði frumvarpið að lögum yrði áfengi selt í afmörkuði rými innan verslana og sá sem afgreiðir þarf að hafa náð tilskildum aldri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram á Alþingi. Árið 2007 fluttu 17 þingmenn, þar á meðal Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Það mál hlaut þó ekki endanlega afgreiðslu Alþingis, ekki frekar en frumvarp sama efnis sem var lagt fram á Alþingi haustið 2008, eins og frægt var.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en hann segir málið aðkallandi. „Ég held að þetta gæti breytt áfengisvenjum landsmanna. Þetta verði frekar að menningu okkar heldur en að þetta verði tabú eða spennandi. Þetta verði þá til þess að fólk kaupi frekar léttvín með matnum í staðinn fyrir að gera magninnkaup þegar að það á leið í bæinn eða í vínbúðina. Ég held að við leysum ekki áfengisvanda þjóðarinnar með höftum, heldur frekar með lausnum eins og að auka meðferðarúrræði og styrkja forvarnarsjóði í stað þess að setja boð og bönn,“ segir Vilhjálmur. Fréttastofa gerði óformlega könnun í dag meðal alþingismanna, en spurt var hvort þeir kæmu til með að styðja frumvarp Vilhjálms þess efnis að selja áfengi í verslunum. Öruggt þykir að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji málið. Þingmenn Bjartrar framtíðar eru þó ekki einhuga í þessu máli en að minnsta kosti þrír koma til með að styðja það en einn er á móti. Píratar koma allir til með að styðja frumvarp Vilhjálms en aðeins einn þingmaður Samfylkingarinnar, aðrir sem fréttastofa náði tali af vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins koma til með að styðja málið og þrír munu greiða atkvæða gegn því. Aðrir gefa ekki upp afstöðu. Þá er búast við að þingflokkur Vinstri grænna muni greiða allur greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Því liggur fyrir að 30 þingmenn, hið minnsta, munu koma til með að styðja frumvarpið. 22 þingmenn eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu, en aðeins tveir þessara þingmanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu, svo það verði samþykkt sem lög frá Alþingi. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Verði frumvarpið að lögum yrði áfengi selt í afmörkuði rými innan verslana og sá sem afgreiðir þarf að hafa náð tilskildum aldri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram á Alþingi. Árið 2007 fluttu 17 þingmenn, þar á meðal Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Það mál hlaut þó ekki endanlega afgreiðslu Alþingis, ekki frekar en frumvarp sama efnis sem var lagt fram á Alþingi haustið 2008, eins og frægt var.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en hann segir málið aðkallandi. „Ég held að þetta gæti breytt áfengisvenjum landsmanna. Þetta verði frekar að menningu okkar heldur en að þetta verði tabú eða spennandi. Þetta verði þá til þess að fólk kaupi frekar léttvín með matnum í staðinn fyrir að gera magninnkaup þegar að það á leið í bæinn eða í vínbúðina. Ég held að við leysum ekki áfengisvanda þjóðarinnar með höftum, heldur frekar með lausnum eins og að auka meðferðarúrræði og styrkja forvarnarsjóði í stað þess að setja boð og bönn,“ segir Vilhjálmur. Fréttastofa gerði óformlega könnun í dag meðal alþingismanna, en spurt var hvort þeir kæmu til með að styðja frumvarp Vilhjálms þess efnis að selja áfengi í verslunum. Öruggt þykir að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji málið. Þingmenn Bjartrar framtíðar eru þó ekki einhuga í þessu máli en að minnsta kosti þrír koma til með að styðja það en einn er á móti. Píratar koma allir til með að styðja frumvarp Vilhjálms en aðeins einn þingmaður Samfylkingarinnar, aðrir sem fréttastofa náði tali af vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins koma til með að styðja málið og þrír munu greiða atkvæða gegn því. Aðrir gefa ekki upp afstöðu. Þá er búast við að þingflokkur Vinstri grænna muni greiða allur greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Því liggur fyrir að 30 þingmenn, hið minnsta, munu koma til með að styðja frumvarpið. 22 þingmenn eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu, en aðeins tveir þessara þingmanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu, svo það verði samþykkt sem lög frá Alþingi.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira