Kári segir verðlaunin pjatt Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2014 12:27 Kári Stefánsson. Þetta er löng saga um ákveðið eggjahvítuefni sem virðist spila mikla rullu í að búa til þennan leiðindasjúkdóm visir/gva Bandarísku Alzheimerssamtökin heiðruðu í morgun Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á alþjóðaþingi sínu í Kaupmannahöfn. Kári veitti þar viðtöku Inge Grundke-Iqbal verðlaunum samtakanna fyrir Alzheimersrannsóknir og flutti fyrirlestur við þetta tækifæri. Fréttastofa heyrði í Kára þar sem hann var staddur í Kaupmannahöfn, strax eftir athöfnina. Kári er fyrstur manna til að hljóta þessa viðurkenningu sem samtökin hyggjast veita í framtíðinni fyrir mikilvægustu rannsóknir um orsakir sjúkdómsins, sem birtar eru síðustu tvö árin fyrir þing sambandsins. Hvaða rannsókn er þetta? „Þetta er unnið af stórum hópi fólks uppi á Íslandi. Hluti af honum er við Íslenska erfðagreiningu – annar hluti er við Landspítalann. Við unnum þetta mikið í samvinnu við Jón Snædal öldrunarlækni, Pálma Jónsson og fleiri uppi á Landspítala. Síðan var stór hópur við ÍE, sem vann við þessa erfðafræði. Það sem við fundum er stökkbreyting sem ver gegn alzheimer-sjúkdómi og hjálpaði til við að skrifa lokakaflann í langri sögu um ákveðið eggjahvítuefni sem virðist spila mikla rullu í að búa til þennan leiðindasjúkdóm.“ Sem sagt, það sem Kári og félagar fundu var stökkbreyting sem ver gegn sjúkdómnum... „Og, af hverju skiptir það miklu máli? Það bendir manni á lífræna ferla sem má nýta til að búa til lyf til að fyrirbyggja sjúkdóminn. En, það er hins vegar langt þangað til slík lyf koma á markað. Þetta er einfaldlega uppgötvun um líffræði sjúkdómsins sem býður uppá þann möguleika að nýta hann til meðferðar og jafnvel endanlega til greiningar.“En, hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun? „Þau hafa enga þýðingu. Þetta er pjatt. Svona viðurkenningar skipta ekki meira máli heldur en sú vinna sem leiddi til þess að þú fékkst verðlaunin. Þetta gerir ekkert annað fyrir þig en það að menn segja bara: Allt í lagi, þetta var fín vinna sem þú vannst. Þetta er svona eins og þegar maður fékk stjörnu í bókina í barnaskóla.“ Tengdar fréttir Blóðprufa getur spáð fyrir um Alzheimers þrjú ár fram í tímann Ný blóðprufa spáir fram í tímann. 10. mars 2014 22:45 Fólki með Alzheimers fjölgar mikið næstu áratugi Fjöldi þeirra sem glíma við elliglöp eða Alzheimers-sjúkdóminn, mun þrefaldast fyrir árið 2050, að því er ný rannsókn hefur leitt í ljós. Alþjóðlegu Alzimers samtökin létu gera skýrsluna en í henni kemur fram að um fjörutíu milljónir manna um allan heim glími nú við sjúkdóminn. 5. desember 2013 07:26 B-vítamín vinnur gegn Alzheimer Norskir og breskir vísindamenn telja að B-vítamín geti hægt á framþróun Alzheimerssjúkdómsins og jafnframt komið í veg fyrir rýrnun heilans sem sjúkdómurinn herjar á. 9. október 2013 19:08 Bandarísku Alzheimersamtökin verðlauna Kára Stefánsson Verðlaunin kallast Inge Grundke-Iqbal verðlaunin, en þau eru veitt í fyrsta sinn í ár. 15. júlí 2014 10:34 Ný rannsókn gefur Alzheimer-sjúklingum von Tiltekið prótein í blóði getur sagt til um hvort líklegt sé að sjúkdómurinn taki sig upp. 8. júlí 2014 07:12 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Bandarísku Alzheimerssamtökin heiðruðu í morgun Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á alþjóðaþingi sínu í Kaupmannahöfn. Kári veitti þar viðtöku Inge Grundke-Iqbal verðlaunum samtakanna fyrir Alzheimersrannsóknir og flutti fyrirlestur við þetta tækifæri. Fréttastofa heyrði í Kára þar sem hann var staddur í Kaupmannahöfn, strax eftir athöfnina. Kári er fyrstur manna til að hljóta þessa viðurkenningu sem samtökin hyggjast veita í framtíðinni fyrir mikilvægustu rannsóknir um orsakir sjúkdómsins, sem birtar eru síðustu tvö árin fyrir þing sambandsins. Hvaða rannsókn er þetta? „Þetta er unnið af stórum hópi fólks uppi á Íslandi. Hluti af honum er við Íslenska erfðagreiningu – annar hluti er við Landspítalann. Við unnum þetta mikið í samvinnu við Jón Snædal öldrunarlækni, Pálma Jónsson og fleiri uppi á Landspítala. Síðan var stór hópur við ÍE, sem vann við þessa erfðafræði. Það sem við fundum er stökkbreyting sem ver gegn alzheimer-sjúkdómi og hjálpaði til við að skrifa lokakaflann í langri sögu um ákveðið eggjahvítuefni sem virðist spila mikla rullu í að búa til þennan leiðindasjúkdóm.“ Sem sagt, það sem Kári og félagar fundu var stökkbreyting sem ver gegn sjúkdómnum... „Og, af hverju skiptir það miklu máli? Það bendir manni á lífræna ferla sem má nýta til að búa til lyf til að fyrirbyggja sjúkdóminn. En, það er hins vegar langt þangað til slík lyf koma á markað. Þetta er einfaldlega uppgötvun um líffræði sjúkdómsins sem býður uppá þann möguleika að nýta hann til meðferðar og jafnvel endanlega til greiningar.“En, hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun? „Þau hafa enga þýðingu. Þetta er pjatt. Svona viðurkenningar skipta ekki meira máli heldur en sú vinna sem leiddi til þess að þú fékkst verðlaunin. Þetta gerir ekkert annað fyrir þig en það að menn segja bara: Allt í lagi, þetta var fín vinna sem þú vannst. Þetta er svona eins og þegar maður fékk stjörnu í bókina í barnaskóla.“
Tengdar fréttir Blóðprufa getur spáð fyrir um Alzheimers þrjú ár fram í tímann Ný blóðprufa spáir fram í tímann. 10. mars 2014 22:45 Fólki með Alzheimers fjölgar mikið næstu áratugi Fjöldi þeirra sem glíma við elliglöp eða Alzheimers-sjúkdóminn, mun þrefaldast fyrir árið 2050, að því er ný rannsókn hefur leitt í ljós. Alþjóðlegu Alzimers samtökin létu gera skýrsluna en í henni kemur fram að um fjörutíu milljónir manna um allan heim glími nú við sjúkdóminn. 5. desember 2013 07:26 B-vítamín vinnur gegn Alzheimer Norskir og breskir vísindamenn telja að B-vítamín geti hægt á framþróun Alzheimerssjúkdómsins og jafnframt komið í veg fyrir rýrnun heilans sem sjúkdómurinn herjar á. 9. október 2013 19:08 Bandarísku Alzheimersamtökin verðlauna Kára Stefánsson Verðlaunin kallast Inge Grundke-Iqbal verðlaunin, en þau eru veitt í fyrsta sinn í ár. 15. júlí 2014 10:34 Ný rannsókn gefur Alzheimer-sjúklingum von Tiltekið prótein í blóði getur sagt til um hvort líklegt sé að sjúkdómurinn taki sig upp. 8. júlí 2014 07:12 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Blóðprufa getur spáð fyrir um Alzheimers þrjú ár fram í tímann Ný blóðprufa spáir fram í tímann. 10. mars 2014 22:45
Fólki með Alzheimers fjölgar mikið næstu áratugi Fjöldi þeirra sem glíma við elliglöp eða Alzheimers-sjúkdóminn, mun þrefaldast fyrir árið 2050, að því er ný rannsókn hefur leitt í ljós. Alþjóðlegu Alzimers samtökin létu gera skýrsluna en í henni kemur fram að um fjörutíu milljónir manna um allan heim glími nú við sjúkdóminn. 5. desember 2013 07:26
B-vítamín vinnur gegn Alzheimer Norskir og breskir vísindamenn telja að B-vítamín geti hægt á framþróun Alzheimerssjúkdómsins og jafnframt komið í veg fyrir rýrnun heilans sem sjúkdómurinn herjar á. 9. október 2013 19:08
Bandarísku Alzheimersamtökin verðlauna Kára Stefánsson Verðlaunin kallast Inge Grundke-Iqbal verðlaunin, en þau eru veitt í fyrsta sinn í ár. 15. júlí 2014 10:34
Ný rannsókn gefur Alzheimer-sjúklingum von Tiltekið prótein í blóði getur sagt til um hvort líklegt sé að sjúkdómurinn taki sig upp. 8. júlí 2014 07:12