Erlent

Ný rannsókn gefur Alzheimer-sjúklingum von

Jakob Bjarnar skrifar
Alzheimer-sjúkdómurinn reynist flestum þungbær og erfiður viðureignar.
Alzheimer-sjúkdómurinn reynist flestum þungbær og erfiður viðureignar.
Breskir vísindamenn hafa nú tekið stórt skref fram á við í þróun blóðrannsókna sem geta sagt fyrir um hvort líklegt megi heita að Alzheimer-sjúkdómurinn taki sig upp.

BBC greinir frá þessu en rannsóknir á fleiri en þúsund einstaklingum hafa sýnt að finnist tiltekin tegund próteins í blóði þá geti slíkt leitt til vitglapa, eða í 87 prósenta tilvika. Gerð er grein fyrir niðurstöðum rannsóknanna í læknatímaritinu Alzheimer's & Dementia, og þegar hefur verið lagt upp með að rannsóknirnar geti reynst notadrjúgar við þróun lyfja gegn sjúkdómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×