Innlent

Slasaðist þegar kind hljóp í veg fyrir hjólið

Höskuldur Kári Schram skrifar
Frá Neskaupsstað.
Frá Neskaupsstað. Vísir/GVA
Erlendur mótorhjólamaður slasaðist á Fagradal um klukkan hálf tíu í morgun þegar kind hljóp í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á hjólinu og féll í götuna.

Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Reyndist hann vera rifbeinsbrotinn auk þess sem annað lunga hans féll saman.

Hann var síðan sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en að sögn vakthafandi læknis í Neskaupstað er maðurinn ekki í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×