Innlent

Eldur kom upp í kjallaraíbúð á Arnarnesi

Höskuldur Kári Schram skrifar
Slökkviliðið var kallað að húsi á Arnarnesi í Garðabænum.
Slökkviliðið var kallað að húsi á Arnarnesi í Garðabænum. Vísir/Sigurjón Ólason
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsi á Arnarnesi í Garðabænum á þriðja tímanum í dag eftir að tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð.

Í ljós kom að pappír hafði fallið á eldavélarhellu með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum. Ekki var um mikinn að eld að ræða að sögn slökkviliðsins en íbúðin var mannlaus og engan sakaði. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og tók slökkvistarf um fjörutíu mínútur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×