Innlent

Eldur í bílum við Hamraborg | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var rétt í þessu að slökkva eld í kyrrstæðum bílum í Hamrabrekku, rétt norðan við Hamraborgina í Kópavogi.

Sjónarvottur sem Vísir ræddi við lýsti því þannig að mikill svartur reykur hefði verið yfir Hamraborginni þegar klukkan var vel farin að ganga ellefu. Þá hefði verið mikil gúmmíbrunalykt.

Lögregla og sjúkrabílar hefðu mætt á svæðið ásamt slökkviliði en bílarnir, sem sjónarvottur Vísis taldi að væru þrír eða fjórir, voru mannlausir.

Mynd/Atli B
Uppfært kl. 23:40: 

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu gekk hratt og greiðlega að ráða niðurlögum eldsins, sem logaði í þremur bifreiðum. Engan sakaði í brunanum. Að svo stöddu er ekkert vitað um eldsupptök.

Uppfært kl 07:00:

Þrír nýlegir fólksbílar eyðilögðust og sá fjórði skemmdist eitthvað. Vitni, sem kölluðu á slökkvilið, sögðu að sprenging hefði orðið og síðan hafi eldhaf myndast. Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og tókst að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í enn fleiri bíla áður en slökkvistarfi lauk. Eldsupptök eru ókunn og verður meðal annars rannsakað hvort um íkveikju sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×